fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Lindex-hjónin opna verslanir Gina Tricot hérlendis

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 21:20

Lóa D. Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Lóa D. Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon sem hafa rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug munu opna verslanir sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot hérlendis í gegnum umboðssamning. 

Netverslunin ginatricot.is opnar 17. mars og fyrirhuguð verslun undir merkjum fyrirtækisins í haust en viðræður um hana eru nú langt komnar, að því er kemur fram í tilkynningu.

Gina Tricot rekur um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. 

„Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa.

Gina Tricot býður konum upp á tískufatnað og fylgihluti sem og fatnað á stúlkur í stærðum 134-164.

Hluti vörulínu Gina Tricot hefur verið aðgengileg í gegnum vefsíðu noomi.is frá árinu 2019. Nýi samningurinn er sagður tryggja að vörumerki Gina Tricot verði nú að fullu gerð skil með netverslun sem opnar um miðjan mars og verslun sem opnar síðar á árinu með heildarvörulínu Gina Tricot.

Árið 2019 byrjaði Gina Tricot að bjóða upp á þjónustuna RENT í ákveðnum verslunum þar sem viðskiptavinir gátu leigt sína uppáhaldsflík. Fyrirtækið segir að þessi þjónusta stuðli að hámörkun notkunar flíkna og endurnýtingu.

„Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennnandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins