fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Háhraðahasar og Spider-Man maraþon á Viaplay

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 12:25

Bullet Train með Brad Pitt er hasarmynd um seinheppna leigumorðingjann Ladybug, sem er staðráðinn í að fara að sinna vinnunni með „friðsælli“ hætti eftir að enn eitt verkefnið fer út af sporinu. MYND/VIAPLAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum öll orðin langþreytt á að bíða eftir vorinu og til að stytta biðina okkur ætlar Viaplay að bæta frábærum hasar- og ævintýramyndum við safnið hjá sér, með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Bullet Train með Brad Pitt verður aðgengileg 3. febrúar, Spider-Man 1 & 2 verða settar í loftið í dag 31. janúar og Spider-Man: No Way Home –  More Fun Stuff 17. febrúar.

Hraðlestarferð gegnum Japan

Bullet Train með Brad Pitt er hasarmynd um seinheppna leigumorðingjann Ladybug, sem er staðráðinn í að fara að sinna vinnunni með „friðsælli“ hætti eftir að enn eitt verkefnið fer út af sporinu. En örlögin grípa í taumana og nýjasta verkefni Ladybug og leiða hann til móts við stórhættulega andstæðinga – allir með tengd en um leið ósamrýmanleg markmið – um borð í hraðskreiðustu lest í heimi. Síðasta stoppistöðin er bara byrjunin, í þessari hraðlestarferð í gegnum Japan sem verður aðgengileg á Viaplay 3. febrúar.

Spider-Man 1 & 2 eru sömuleiðis væntanlegar inn á Viaplay, 31. janúar. Þar er á ferðinni samtímaklassík með Tobey Maguire og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum og Spider-Man maraþonið verður síðan fullkomnað 17. febrúar, þegar Spider-Man: No Way Home – More Fun Stuff – verður bætt við á Viaplay. Þegar búið er að afhjúpa hver Spider-Man er í raun og veru leitar Peter aðstoðar hjá Doctor Strange. En þegar álög fara úrskeiðis fara hættulegir óvinir úr öðrum heimum að birtast og Peter uppgötvar hvað raunverulega felst í því að að vera Spider-Man.

No Way Home skartar Tom Holland, Zendaya og Benedict Cumberbatch og More Fun Stuff útgáfan inniheldur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“