fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Einar Bárðar leiðréttir misskilninginn – „Ég er ekki að gefa peninga”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 12:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs með meiru, segir í færslu á Facebook í dag að honum hafi borist nokkrar ábendingar í morgun um að hann sé að bjóðast til að gefa fólki peninga.

„Þetta er ekki ég, en einhver hefur búið til spegillaf mér greinilega og hann er að senda þetta,” segir Einar og segir að hann hafi tilkynnt gerviprófílinn með réttum leiðum og búið sé að taka hann niður. 

Í samtali við DV segist Einar ekki vita hvort gerviprófílinn hafi kommentað undir margar færslur og þá hversu oft. Ég hef fengið töluvert af ábendingum en það er væntanlega bara brot. Við erum heppin með það hérna á Íslandi að íslenskan þvælist fyrir þeim og kemur upp um þá ennþá.” 

Einar segir að það sé í lagi með hans eigin aðgang á Facebook, Þessi draugur hefur verið barinn niður nema það séu merki þess þarna úti að ég vilji gefa peninga eftir klukkan 9:00 í morgun. Það er auðvitað gaman ef ég gæti gefið peninga, en þetta eru innantóm loforð því ég á ekki mikið af þeim,”  segir Einar hress í bragði. „Fólk má vera duglegt að reporta þennan „tvíbróðir” minn þannig að hann þurrkist bara út. Ég væri þakklátur því. Ég á ekki meiri gjafir.” 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda