Rihanna, ein vinsælasta söngkona heims, mun sjá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar. Ofurskálin er úrslitaleikur NFL-deildarinnar og er hálfleikssýningarinnar alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu. Og spurning hvort er vinsælla, hálfleikssýningin eða leikurinn sjálfur.
Og nú er búið að tilkynna stjörnurnar sem stíga munu á svið fyrir leikinn. Kantrísöngvarinn og Grammy-verðlaunahafinn Chris Stapleton mun syngja þjóðsönginn. Kenneth „Babyface” Edmonds mun syngja lagið America the Beautiful. Leikkonan Sheryl Lee Ralph mun syngja lagið Lift Every Voice and Sing, en hún hlaut nýlega Critics Choice-verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Abbott Elementary.