Pete og raunveruleikastjarnan voru saman um níu mánaða skeið en leiðir þeirra skildu í ágúst. Yfir þann tíma fékk grínistinn sér nokkur tattú sem voru tengd henni á líkamann, meðal annars setninguna: „My girl is a lawyer“ og stafina: „KNSCP“ sem eru upphafsstafir Kim og barna hennar; Kim, North, Saint, Chicago og Psalm.
Svo má ekki gleyma að hann lét brennimerkja nafn Kim á brjóstkassann.
Page Six greinir frá því að Pete hefur látið fjarlægja eða hylja umrædd húðflúr.
Þessa dagana er hann staddur í Hawaii með nýju kærustu sinni, bandarísku leikkonunni Chase Sui Wonders. Þau fóru á ströndina um helgina og birtir Page Six myndir sem sýna að Kim tattúin hans eru hvergi sjáanleg.
Pete Davidson removes tattoos dedicated to Kim Kardashian https://t.co/5ODcFnnPQY pic.twitter.com/BIsoNeD60r
— Page Six (@PageSix) January 24, 2023