fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Klámstjarna sem tók þátt í 28 manna hópkynlífi á hóteli kemur samstarfsfólki sínu til varnar

Fókus
Mánudaginn 23. janúar 2023 20:59

Lacey Amour. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og átta klámstjörnur gætu átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa tekið upp erótískt myndefni á hóteli á vegum Travelodge í Newcastle.

Hópurinn ætlaði upphaflega að taka upp klámmyndband í glæsihýsi en eigandinn afbókaði þau án þess að gefa frekari útskýringu. Í leit að öðru húsnæði festist hópurinn í snjónum og þau enduðu með að bóka fjögur herbergi á Travelodge hóteli.

Þar ákváðu þau að stilla sér upp fyrir myndir, á hótelgöngunum og í lyftunum. Á einni mynd má sjá sjö konur stilla sér upp á einu hótelrúmi.

Klámstjörnurnar tóku ekki bara myndir heldur einnig upp myndband sem hefur vakið talsverða athygli. Þau eru að stunda hópkynlíf í myndbandinu og gætu átt yfir höfði sér málsókn vegna athæfisins, því þau fengu ekki „leyfi“ til að taka upp efnið.

Mynd/Instagram

Ein þeirra kvenna sem tók þátt í stóra hópkynlífinu hefur nú stigið fram og segir að hún sé komin með nóg af fordómum gagnvart kynlífsverkafólki.

Lacey Amour, 23 ára, sagði í samtali við WalesOnline að enginn taki starfi hennar alvarlega.

„Enginn tekur starfi mínu alvarlega og það er sífellt litið niður á mig vegna þess. Ef þú skoðar athugasemdakerfi hjá hvaða klámstjörnu sem er, þá mun alltaf standa eitthvað eins og: „Fáðu þér alvöru vinnu“ eða „þú berð enga virðingu fyrir sjálfri þér,““ sagði hún og bætti við:

„Þau láta eins og þau séu ekki á lágmarkstaxta og nota sína líkama til að gera forstjóra fyrirtækisins ríkan.“

Lacey sagði að hún hefur mætt miklum fordómum í gegnum tíðina. Bankar og ýmis fyrirtæki hafa neitað henni um þjónustu.

„Klámstjörnur finna líka fyrir fordómum í sínu persónulega lífi. Samstarfsfólk, vinir, fjölskyldumeðlimir og aðrir geta gert manni lífið leitt,“ sagði hún.

„Ég legg harðar að mér en einhver sem vinnur frá níu til fimm og jafn hart og aðrir frumkvöðlar. Ég er fagmaður en er ekki álitin sem slíkur og fæ heldur ekki virðinguna.“

Þrátt fyrir fordómana sem hún glímir við á hverjum degi sagðist Lacey elska vinnuna sína og er með um 1400 áskrifendur á OnlyFans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“