fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
FókusMatur

Öðruvísi bóndadagsgjafir – Íslenskt handverk fyrir bóndann þinn

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 14:00

Í tilefni bóndadagsins er gaman að gleðja bóndann með öðruvísi bóndadagsgjöf með skírskotun í Þorrann. MYND/SAMSETT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, föstudag, er bóndadagurinn og fyrsti dagur Þorra en sá síðasti nefnist Þorraþræll. Í Þorranum er vinsælt að halda þorrablót og standa fyrir mannamótum og gleðja bændur með virtum. Til að rifja söguna aðeins upp er vert að segja frá því að um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða. Sú hefð hefur skapast í áranna rás að konur gleðji bónda sinn á þessum degi með einhverjum hætti.

Það væri því tilvalið að gleðja bóndann með skemmtilegri bóndadagsgjöf sem hittir í mark í tilefni þessa. Svo er líka upplagt að gefa tækifærisgjafir í Þorranum þegar boðið er í þorrablót í heimahúsi eða hvers kyns matarboð. Við höfum tekið saman nokkrar frumlegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum sem allar eiga það sameiginlegt að vera íslenskt handverk og hafa skírskotun á einn eða annan hátt í Þorrann.

Kerti og servíettur í íslensku lopapeysunni

Kertin frá Heklu Íslandi eru mikið prýði og lopapeysmynstrið hefur sterka skírskotun í íslenskan heimilisiðnað og sveitarlífið. Kona bak við HeklaÍslandi, Hekla Björk Guðmundsdóttir, listakona og hönnuður sækir innblástur í villta flóru, dýralíf og náttúru Íslands sem skilar sér vel hér og á einstaklega vel við þorrann. Lopapeysan hefur líka við tákn fyrir Þorrann og því fullkomið að dekka hátíðarborðið fyrir þorrablótið með kerti og servíettum með lopapeysumynstrinu. Hægt er að velja úr þremur litum og þá er bara að finna sína týpu.

Skúlptúrar úr íslenska dýraríkinu

Skúlptúrarnir hennar Heklu hjá HeklaÍslandi eru einstaklega falleg gjöf og sóma sér vel á íslenskum heimilum auk þess sem gaman er að stilla þeim upp þegar veislu skal halda ekki síst á þorrablóti enda er íslenska sauðféð og krumminn táknræn fyrir íslenskt þjóðlíf.

Vönduð bretti og skálar frá Kristinsson

Kristinsson hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir smíðum og fallegu handverki. Nýjustu brettin hans eru ótrúlega falleg og vönduð og hægt að nýta á margan hátt. Hægt er að setja saman þorrabakkann á þeim, heimabökuðu pitsuna, osta- og kjötveisluna eða hvaðeina sem matarhjartað girnist. Einstaklega falleg bóndadagsgjöf eða tækifærisgjöf handa þínum bestu. Síðan eru það þessar fallegu tréskálar sem eru mikið augnakonfekt og notagildið margskonar. Hægt er að skoða handverkin hjá Kristinsson á heimasíðu hans hér.

Hakið fullkomið fyrir tvíreykta hangikjötið

Hakið er framúrskarandi flott hönnun og smellpassar fyrir tvíreykta hangikjötið í þorranum. Þorraborðið verður glæsilegra með Hakinu og lyftir tvíreykta hangikjötinu upp á hærra plan þegar það er framreidd með þessum hætti. Það er Hafþór Bjarnason hjá litla fjölskyldufyrirtækinu Hnyðju sem á heiðurinn af Hakinu. Hafþór er margt til lista lagt og hægt er að fá falleg handverksbretti hjá honum ásamt áhöldum, standa fyrir flöskur, hasselback bakka svo fátt sé nefnt. Nóg fyrir bóndann sem gleður augað. Hægt er að fylgjast með handverkshönnun Hafþórs á heimasíðu fjölskyldunnar Hnyðja.is

Fallegur skartgripur fyrir bóndann hittir í hjartastað

Fágaður og fallegur skartgripur með hjartnæmum skilaboðum er einstaklega falleg gjöf fyrir bóndann sem hittir í hjartastað. Sigurður Inga, ávallt kallaður Ingi, gullsmiður hjá SIGN í Hafnarfirði hefur mikla ástríðu fyrir sköpun sinni og hefur skapað mikið af fallegu skarti fyrir karlmenn sem hafa skírskotun í íslenskt landslag og náttúru og fyrir hinn íslenska karlmann. Hjá honum er hægt að fá fallegt skart fyrir bóndann sem hrífur og segir meira enn nokkur orð. Skartið hjá SIGN er sveipað dulúð og fegurð sem hefur skýra skírskotun í fyrir land og þjóð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka