fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Fókus
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust.

Konan sem hafði umsjón með vopnum sem notuð voru í myndinni, Hannah Gutierrez Reed er einnig ákærð fyrir manndráp af gáleysi.

Saksóknari í Santa Fe, Mary CarmackAltwies, tilkynnti þetta í dag í yfirlýsingu.

Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins lét lífið á tökustað Rust í október 2021 eftir að voðaskot reið af úr byssu sem Alec Baldwin hélt á, en hann taldi skotið óhlaðið.

Fógetinn í Santa FeAdan Mendoza hefur farið fyrir rannsókn málsins og hefur lýst því að mikil vanræksla hafi átt sér stað á tökustað sem hafi gert það að verkum að harmleikurinn átti sér stað.

Baldwin sjálfur hefur kallað atburðinn hörmulegt slys og hefur hann reynt að hreinsa nafn sitt með því að lögsækja þá aðila sem sáu um vopnið sem honum var rétt á tökustað. Hann hefur haldið því fram að honum hafi verið sagt að byssan væri örugg.

Í lögsókn sinni segir hann að hann hafi verið að æfa með Hutchins fyrir tökur og hafi því beint byssunni í átt að henni og tekið í gikkinn, án þess að vita að skot væri í vopninu.

Lögmaður Hannah Gutierrez Reed hefur haldið því fram að hún hafi ekki sett skotið í byssuna heldur hafi verið brögð í tafli. Yfirvöld hafa þó engin sönnunargögn fundið sem renna stoðum undir þá kenningu.

Myndskeið voru gefin út í apríl á síðasta ári sem voru tekin upp fyrir og eftir voðaskotið. Þar má sjá Baldwin í töluverðu áfalli.

Baldwin heyrist á upptökunum ítrekað halda því fram að ekki hafi áður átt sér vandamál með skotvopnin á tökustað myndarinnar. Aðstandendur hinnar látnu höfðuðu mál vegna andláts hennar þar sem því er haldið far að vegna tilrauna til að spara við framleiðslu myndarinnar hafi öryggis ekki verið fyllilega gætt og því hafi farið sem fór. Kvikmyndatökuliði var sömuleiðis sektað um næstum 137 þúsund dollara eftir úttekt öryggiseftirlits.

Guradian greinir frá. 

Sjá einnig: Birta myndskeið sem voru tekin fyrir og eftir voðaskotið – „Ég dreg byssuna hægt upp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“