fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Beggi Ólafs veldur enn og aftur usla í umdeildu viðtali – „Þetta er svo fokking vandræðalegt“

Fókus
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 09:31

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn og doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur verið talsvert á milli tanna netverja síðastliðinn hálfan sólarhring, eftir að viðtal birtist við hann í Ísland í dag á þriðjudaginn. 

Í viðtalinu ræddi Beggi meðal annars um að það væru vond skilaboð til ungra drengja að tala um eitraða karlmennsku. Beggi ræddi í þættinum um bók sem hann var að gefa út sem fjallar um karlmennskuna, en hann heldur því fram að karlmenn þurfi að fá að vera karlmenn og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir þessa afstöðu sína.

Sjá einnig: Beggi Ólafs veldur usla með umdeildu myndbandi – „Íslenskur Andrew Tate mættur“

Karlmenn séu nauðsynlegir

Beggi heldur því fram að hávær hópur innan samfélagsins sé að skipa karlmönnum fyrir um hvernig þeir eigi að vera.

„Ég vil bara gefa strákum og karlmönnum þau skilaboð að í fyrsta lagi jú við þurfum á ykkur að halda, já þið eruð nauðsynlegir, já þið þurfið að vera sterkir. Hvað meina ég með sterkir, jú sterkir til að axla ábyrgð og gera ykkar allra besta til að sinna ykkar, til að hafa ákveðna sýn á framtíðina og ákveðinn tilgang. Sinna hlutverkinu þínu, vera til staðar, efla þína hæfni og það er ferðalagið sem gefur karlmönnum tilgang í lífinu.“

Karlmenn eigi að vera ófeimnir við að benda á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og hugmyndir um eitraða karlmennsku og feðraveldi geri drengjum ekki gott.

Hvar er umræðan um framlag karla?

Hann talaði líka um þriðju vaktina og hvar umræðan um framlag karla sé, áhyggjur af stöðu þeirra í skóla og stöðu þeirra almennt. nefndi hann alla þá sem væru á sjó, alla þá sem rjúki út þegar þurfi að moka götur borgarinnar, sjá um dekkin og viðgerðir á bílum, laufin í þakrennunni og garðsláttinn svo dæmi séu tekin.

„Við þurfum alla vega ekki að segja við þá að það sé eitthvað að þeim öllum og að hlutverk þeirra skipti ekki máli, af því hvað eru þau skilaboð að fara að gera fyrir unga einstaklinga. Af hverju ættu þeir að leggja á sig ef það eina sem þeir heyra er að það sé eitthvað að þeim og þeir heyra hvernig karlmennska á að vera og hversu eitruð hún sé.“

Lyklaborðsstríðsmenn

Svo nefndi Beggi að hann fengi yfir sig háværa gagnrýni frá litlum hóp á Twitter, lyklaborðsstríðsmönnum. Fólk sem væri að skrifar færslur til að sýna hversu „göfug og flott“ þau séu í stað þess að „fara þarna út og actually skapa sitt mannorð með hegðun yfir langan tíma“.

„Sá hópur er hávær, en hann er lítill.“

Þessi hópur hafi þó ekki náð að „fella“ hann niður eða hafa áhrif á hann þar sem Beggi hafi byggt upp mannorð sitt yfir mörg ár.

Sjá einnig: Beggi Ólafs segir að „mafíunni“ hafi ekki tekist að sverta mannorð hans – „Ef ég segi sannleikann þá er ég örugglega að fara að móðga einhvern“

Það þurfi einhver að taka slaginn því Beggi viti að flestir séu sammála honum en séu ekki tilbúnir að taka slaginn. Ef menn vilji breytingar verði þeir að þora.

Hópurinn sem hann nefndi á Twitter hefur nú brugðist við viðtalinu og bent á að það séu köld skilaboð sem Beggi sé að senda til baráttu kvenna og þykja mörgum, sem áður, að Beggi sé að reyna að höfða til þess sama hóps sem að hinir umdeildu Andrew Tate og Jordan Peterson gera.

Öfgar benda á að Beggi sé í raun að afneita niðurstöðum rannsókna og alhæfa ranglega um baráttuna gegn ofbeldi og smætti þar með áratugalanga baráttu kvenna og jaðarhópa fyrir tilverurétti sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni