Fyrirlesarinn og doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur verið talsvert á milli tanna netverja síðastliðinn hálfan sólarhring, eftir að viðtal birtist við hann í Ísland í dag á þriðjudaginn.
Í viðtalinu ræddi Beggi meðal annars um að það væru vond skilaboð til ungra drengja að tala um eitraða karlmennsku. Beggi ræddi í þættinum um bók sem hann var að gefa út sem fjallar um karlmennskuna, en hann heldur því fram að karlmenn þurfi að fá að vera karlmenn og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir þessa afstöðu sína.
Sjá einnig: Beggi Ólafs veldur usla með umdeildu myndbandi – „Íslenskur Andrew Tate mættur“
Beggi heldur því fram að hávær hópur innan samfélagsins sé að skipa karlmönnum fyrir um hvernig þeir eigi að vera.
„Ég vil bara gefa strákum og karlmönnum þau skilaboð að í fyrsta lagi jú við þurfum á ykkur að halda, já þið eruð nauðsynlegir, já þið þurfið að vera sterkir. Hvað meina ég með sterkir, jú sterkir til að axla ábyrgð og gera ykkar allra besta til að sinna ykkar, til að hafa ákveðna sýn á framtíðina og ákveðinn tilgang. Sinna hlutverkinu þínu, vera til staðar, efla þína hæfni og það er ferðalagið sem gefur karlmönnum tilgang í lífinu.“
Karlmenn eigi að vera ófeimnir við að benda á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og hugmyndir um eitraða karlmennsku og feðraveldi geri drengjum ekki gott.
Hann talaði líka um þriðju vaktina og hvar umræðan um framlag karla sé, áhyggjur af stöðu þeirra í skóla og stöðu þeirra almennt. nefndi hann alla þá sem væru á sjó, alla þá sem rjúki út þegar þurfi að moka götur borgarinnar, sjá um dekkin og viðgerðir á bílum, laufin í þakrennunni og garðsláttinn svo dæmi séu tekin.
„Við þurfum alla vega ekki að segja við þá að það sé eitthvað að þeim öllum og að hlutverk þeirra skipti ekki máli, af því hvað eru þau skilaboð að fara að gera fyrir unga einstaklinga. Af hverju ættu þeir að leggja á sig ef það eina sem þeir heyra er að það sé eitthvað að þeim og þeir heyra hvernig karlmennska á að vera og hversu eitruð hún sé.“
Svo nefndi Beggi að hann fengi yfir sig háværa gagnrýni frá litlum hóp á Twitter, lyklaborðsstríðsmönnum. Fólk sem væri að skrifar færslur til að sýna hversu „göfug og flott“ þau séu í stað þess að „fara þarna út og actually skapa sitt mannorð með hegðun yfir langan tíma“.
„Sá hópur er hávær, en hann er lítill.“
Þessi hópur hafi þó ekki náð að „fella“ hann niður eða hafa áhrif á hann þar sem Beggi hafi byggt upp mannorð sitt yfir mörg ár.
Það þurfi einhver að taka slaginn því Beggi viti að flestir séu sammála honum en séu ekki tilbúnir að taka slaginn. Ef menn vilji breytingar verði þeir að þora.
Hópurinn sem hann nefndi á Twitter hefur nú brugðist við viðtalinu og bent á að það séu köld skilaboð sem Beggi sé að senda til baráttu kvenna og þykja mörgum, sem áður, að Beggi sé að reyna að höfða til þess sama hóps sem að hinir umdeildu Andrew Tate og Jordan Peterson gera.
Öfgar benda á að Beggi sé í raun að afneita niðurstöðum rannsókna og alhæfa ranglega um baráttuna gegn ofbeldi og smætti þar með áratugalanga baráttu kvenna og jaðarhópa fyrir tilverurétti sínum.
Það er hættulegt að doktorsnemi afneiti niðurstöðum rannsókna, ranglega alhæfi um baráttuna gegn ofbeldi, smætti blóðuga áratuga langa baráttu kvenna og jaðarhópa fyrir tilverurétt sínum sem enn á langt í land.
Hættu að taka því persónulega að skaðleg orðræða þín sé gagnrýnd.
— Öfgar (@ofgarofgar) January 11, 2023
Þetta tíst er eingöngu sett út til að sýna hversu göfug og flott manneskja ég er. Í staðinn fyrir að ég fari út og skapi mitt mannorð með hegðun yfir langan tíma. pic.twitter.com/ml69mgR3V7
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 11, 2023
Tl;dr íslenskur gaur að reyna hasla sér völl sem Andrew Tate/ Jordan Peterson Íslands
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) January 11, 2023
Mafían alltaf að reyna fella Batman.
Þetta er svo fokking vandræðalegt. pic.twitter.com/6qGRHiCM3C— Ólöf Tara🔞 (@OlofTara) January 11, 2023
Nú þarf doktorsneminn kannski bara að byrja á að skilja nokkur megin hugtök til þess að taka þetta samtal af alvöru. M.a. Forréttindi, félagsmótun, gagnrýni, völd (mannorð), kynþáttahyggju og kyn.Hvernig er hægt að byggja upp opið samtal án grundvallarskilnings?
— Unnur Gísladóttir (@unnur_gisla) January 11, 2023
Beggi hate train 🚂 tsjútsjú welcome aboard 🤝
— Mia (@miathearthoe) January 11, 2023
Eins gott að B.Ó. frétti ekki af því að á meðan ég var í vinnunni þá var maðurinn minn heima að baka og þvo þvott.
— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 (@raggaj89) January 11, 2023
Best að hreinsa laufin úr þakrennunni áður en ég skelli bílnum í daglegu viðgerðina pic.twitter.com/41QjDWqf3e
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 11, 2023
Hjalp er búin að vera einhleyp svo lengi það er enginn karlmaður herna til að hreinsa laufblöðin úr þakrennunum eg er að drukkna
— Bríet (@refastelpa) January 11, 2023
Je suis Beggi Ólafs pic.twitter.com/jwExex0ATa
— Steini (@Arason_) November 26, 2022
ég er inspoið hans begga❤️beggi ef þú lest þetta geturu þá hvatt strákana í að moka OG salta. ég vil sjá karlmenn á víð og dreif með skóflu og saltpoka í eftirdragi fyrir helgi pic.twitter.com/KHlFPQ8jTA
— Hannah Montana (@verzlhoe) January 11, 2023
Heyrðu jú, sleppum bara að þýða eða tala um toxic masculinity því það er svo hrikalega óþægilegt fyrir karlmenn pic.twitter.com/SC7qGkEkoC
— Haukur Heiðar (@haukurh) January 11, 2023
Árið er 2023… Getum við PLÍS hætt að gefa fólki sem spúir bara kjaftæði pláss í fjölmiðlum. Þetta hefur skaðlegar afleiðingar. Gaurinn er í doktorsnámi en afneitar samt niðurstöðum rannsókna. Það er komin tími til að gaurar eins og Beggi Óla setjist niður og þegi.
— Þórhildur Gyða (@torii_96) January 11, 2023
Ef Beggi Óla væri ekki svona fastur uppí rassgatinu á „sínum sannleika” þá gæti hann heyrt að skaðleg karlmennska bitnar ekki síður á drengjum og körlum eins og öðru fólki og samfélaginu í heild. En JP og AR take-ið selur auðvitað meira og gerir þig mainstream „edgy” 🤧🫠
— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) January 11, 2023
“Það er lítil prósenta karlmanna sem hegðar sér illa og þau skilaboð að allir karlmenn séu að gera þessa hræðilegu hluti…”
Eitruð karlmennska er menning, ekki hegðun einstakra karla. Við höfum öll tekið þátt og verið hluti af þessari menningu. Ég þoli ekki svona útúrsnúning.
— Helga Sigrún (@heilooog) January 11, 2023
Sama á við skrifborðsstóla, reiðhjólahjálma, svitalyktareyða og smokka. pic.twitter.com/NceaNTS3M2
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) January 11, 2023
Jæja þá er Beggi Óla bara búin að senda öllum konum á þriðju vaktinni fingurinn. Já, og vísa á bug niðurstöðum rannsókna síðustu áratuga um ójafna byrði.
Það er nú akkúrat það sem við þurftum.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) January 11, 2023
Man þegar kynjagleraugun á mér snéru öfugt, þá fannst mér t.d. þöggun skynsamleg og sá bara niðurstöður rannsókna þar sem hallaði á drengi og menn. Það var svo mikill reykur að ég sá ekki hvaðan hann kom.
Ég hefði getað skrifað Beggi Ólafs texta á þeim tíma. #forréttindablindan
— Heiðar Myrkárdal (@heidarkness) January 11, 2023
,,Hávær hópur í samfélaginu sem segir karlmönnum hvernig þeir eiga að vera”
…segir hann og gerir sér fulla grein fyrir því að við erum að biðja ykkur um að hætta að nauðga, berja, áreita og ógna okkur.
— Ólöf Tara🔞 (@OlofTara) January 11, 2023