fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Áhorfendur Stöðvar 2 hneykslaðir á ákvörðun dómnefndar Idol – „Ég missti alla trú á að þetta sé réttlát keppni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 14:15

Samsett mynd/Instagram @stod2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur Stöðvar 2 lýsa yfir óánægju sinni – og margir hverjir hneykslun – á vali keppendanna sem komust áfram í síðasta þætti af Idol.

Þátturinn var sýndur á föstudaginn síðastliðinn. Keppendurnir sem komust áfram voru Þórhildur Helga, Kjalar, Guðjón Smári, Ninja, Símon Grétar, Saga Matthildur, Bia og Birgir Örn.

Þessir átta keppendur munu stíga á svið fyrir framan áhorfendur og verður næsti þáttur í beinni útsendingu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo)

Þau voru valin úr hópi átján keppenda og af umræðu á samfélagsmiðlum að dæma töldu margir áhorfendur dómnefndina hafa gert mistök.

Mörgum keppendum sem ekki komust áfram var gefin sú ástæða að flutningur þeirra hafi ekki verið nógu góður eða ekki eins sterkur og áheyrnarprufan og því væri ferðalagi þeirra hér með lokið.

Þegar kom að því að velja síðasta keppandann í átta manna hópinn voru tveir keppendur eftir, Birgir Örn og Einar Óli.

Allir keppendurnir höfðu sungið fyrir framan dómnefnd með undirspili fyrr um daginn. Flutningur Birgirs Arnar gekk frekar erfiðlega og hann gleymdi textanum.

„Þú varst með versta flutninginn í dag. Þetta var ekki gott, erfitt að sitja undir þessu og mikil vonbrigði,“ sagði Bríet við Birgi.

Einar Óli söng og spilaði frumsamið lag við góðar undirtektir, en honum var tjáð að eitthvað hafi vantað upp á og því væri þetta hans endastöð í Idol.

Dómnefndin, sem er skipuð Herra Hnetusmjör, Bríet, Birgittu Haukdal og Daníel Ágústi, ákvað að gefa Birgi tækifæri til að sanna sig, sem virðist hafa farið öfugt ofan í marga áhorfendur.

Dómnefndin. Skjáskot/Instagram

„Þetta var hneyksli“

Áhorfendur ræddu málin á samfélagsmiðlum og í Facebook-hópnum S01E01, sem er vinsæll vettvangur fyrir áhugafólk um sjónvarpsþætti.

„Þetta var hneyksli, hættur að horfa,“ sagði einn áhorfandi.

„Ég hefði viljað sjá þungarokkarann áfram. Algjör talent, skemmti sér og öðrum og hafði gaman af. Ekkert gaman að fylgjast með keppni þar sem allir eru eins,“ sagði annar.

„Okkur fjölskyldunni langar helst ekkert til að fylgjast með þessu fíaskó lengur, Árni og Bríet eru afskaplega slöpp, og í heild er þessi dómarakvartet ekki að ná að fúnkera saman. Lilja Bríet og Einar hefðu átt að fara áfram, en þau létu Birgi fara áfram þrátt fyrir algjöra klessukeyrslu,“ sagði áhorfandi.

„Bara óskiljanlegt val hjá þeim. Mann langar bara ekkert að fylgjast með í framhaldinu,“ sagði annar.

Einn meðlimur í hópnum sagðist ekki vera ósammála hinum en benti á að það gæti verið að dómnefndin sé að leita að meira en bara góðum söngvara.

„Fannst hann hafa átt að fara heim eftir þessa frammistöðu en eitt sem fólk þarf líka að pæla aðeins meira í. Þetta er ekki bara söngvakeppni. Þetta er ekki spurning um hver er besti söngvarinn/söngkonan. Alveg hægt að færa rök fyrir því að besti söngvarinn/konan sé farin/n heim. Það er verið að reyna að búa til stjörnu. Einhver sem börn og aðrir líta upp til og vilja vera. Sá aðili þarf að hafa þennan „It factor“ og ég ímynda mér að það sé það sem þau sjá í þessum strák. Hann er með lookið, klæðir sig töff, kann að eigna sér sviðið (þó söngframmistaðan hafi ekki verið uppá marga fiska) og virðist hafa eitthvað sem dómararnir sjá í honum,“ sagði hann.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Birgir Örn Magnússon, sem gengur undir listanafninu Bixxi, hefur gefið út tónlist í mörg ár. Hann þakkaði dómnefnd fyrir að hafa trú á sér í færslu á samfélagsmiðlum.

„Ég er þakklátur fyrir það að dómnefndin hefur trú á mér og ef það er eitthvað sem að styrkir mann þá er það að taka sénsinn og þó svo maður geri stundum mistök eða hlutirnir fara ekki alveg eins og maður vill þá get ég samt verið stoltur að hafa tekið þessa ákvörðun og þessi reynsla hefur verið ótrúleg. Ekki mitt besta kvöld en 13. janúar kemur fljótlega og ég held áfram að gera mitt besta þar í beinni útsendingu,“ sagði hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birgir Örn Magnússon (@bixximusic)

Einar Óli tjáði sig einnig um málið á Facebook. Hann sagði að honum fyndist hann hafa gert allt rétt en þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram sé hann þakklátur fyrir tækifærið. Hann bað fólk um að sýna aðgát í nærveru sálar og hugsa áður en það skrifar ljótar athugasemdir á netinu.

„Um helgina hef ég ekki komist hjá því að lesa kommentakerfin og þar kemur lítið á óvart hvað sumt fólk getur verið dónalegt og mig langar bara til að biðja ykkur elsku fólk, að ef þið viljið tjá ykkur eitthvað hér eða annarsstaðar, gerið það án þess að vera með eitthvað skítkast. Lang flestir í þessari keppni eru ekki að keppa við hvort annað. Heldur styðjum við hvort annað og keppum við okkur sjálf, annað er bara vitleysa,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“