fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

LXS-dívurnar hjóla í RÚV vegna gagnrýni um raunveruleikaþáttinn – „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2022 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir fer hörðum orðum um gagnrýni RÚV á raunveruleikaþáttinn um vinahópinn LXS sem hún tilheyrir. Stöllur hennar í hópnum taka undir með henni og segja að umfjöllunin sé „viðbjóðsleg“.

LXS eru nýir raunveruleikaþættir á Stöð 2 þar sem fylgst er með daglegu lífi áhrifavaldanna og vinkvennanna Birgittu Lífar, Sunnevu Einarsdóttur, Magneu Björg Jónsdóttur, Ástrós Traustadóttur og Ínu Maríu Norðfjörð.

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, rýndi í þættina og var síður en svo hrifin. Hún sagði þættina bera þess merki að vera eins konar auglýsing og að sjónvarpsefnið væri „einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp.“ Það eru ekki síst vangaveltur Salvarar um hvernig þættirnir yrðu áhugaverðari sem hafa farið fyrir brjóstið á meðlimum LXS-hópsins.

Orðrétt skrifar Salvör:

Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu.

Eða ef Magnea myndi í einstaklingsviðtölunum kalla Ínu Maríu heimska mellu fyrir að hafa hellt áfengum drykk yfir hausinn á henni í sundlauginni í öðrum þætti. Sunneva Einars færi í matarboð til tengdaföður síns, Bjarna Ben, þar sem kæmi í ljós að B. eldri væri ekki par sáttur við starfssvið tengdadótturinnar, hann myndi jafnvel kalla hana druslu eftir einum of mörg hvítvínsglös með humrinum. Benni litli og Sunneva yfirgæfu veisluna með tárin í augunum.

Sjá einnig: Segja tónlistarmanninn Húgó vera samsæri – „Þeirra úthugsaða tilraun til að búa til hype“

Birgitta Líf birti mynd af hundinum sínum, Bellu, og sagði að enginn fengi að tala svona um hana. Skjáskot/Instagram

Birgittu er greinilega verulega misboðið og deilir skjáskoti af greininni á Instagram-síðu sinni og spyr: „Hvað gengur á?“

„Hver nýtur þess að horfa á dýraníð eða dettur svona ógeð í hug? Og vill að fullorðinn maður kalli unga konu druslu?“ skrifar Birgitta ennfremur um umrædda grein.

„Þessu útvarpaði Ríkisútvarpið og setti nú í skriflega frétt. Gagnrýni og skoðanir eru eitt en þetta er eitthvað allt annð. Er í alvöru enginn hjá ykkur sem sér neitt athugavert við svona orðbragð og niðurrif?“

Hún endar færsluna með því að segja RÚV að „gera betur.“

Fleiri LXS meðlimir láta í sér heyra

Sunneva gagnrýnir einnig greinina og endurbirtir færslu Birgittu á Instagram, þar sem hún er með yfir 57 þúsund fylgjendur.

„Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið/hlustað á. Sorglegt að sjá konur rakka niður aðrar konur til þess að upphefja sjálfa sig. Erum við ekki komnar lengra en þetta?“ segir hún og bætir við:

„Þetta segir meira um siðferði höfundar en þættina okkar. RÚV, gerið betur“

Magnea Björg tekur undir með þeim og hvetur fólk til að breiða frekar út boðskap ástar en haturs.

„Held ég hafi aldrei lesið jafn mikinn viðbjóð. Sexist niðurrif og viðbjóðslegur talsmáti. Útvarpað í okkar Ríkisútvarpi,“ segir Ástrós Traustadóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“