fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Rapparinn Coolio er látinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 03:01

Coolio á tónleikum í Chicago fyrr í mánuðinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn Coolio lést í gær, 59 ára að aldri. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall.

CNN og TMZ segja að umboðsmaður hans hafi staðfest andlát hans í nótt að íslenskum tíma.

Coolio hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr.

Hann var í heimsókn hjá vini sínum í Los Angeles í gær og þurfti að bregða sér á salernið. Þegar vini hans fór að lengja eftir honum fóru þeir að kanna með hann og fundu hann liggjandi líflausan á gólfinu að sögn TZM.

Hann var úrskurðaður látinn þegar sjúkraflutningsmenn og læknir komu á vettvang.

Coolio öðlaðist heimsfrægð 1995 með laginu „Gangsta‘s Paradise“ sem var notað í kvikymdinni „Dangerous Minds“. Lagið var á toppi vinsældalista vikum saman og Coolio hlaut Grammyverðlaun fyrir lagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“