fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Tvíburarnir sem endurholdguðust sem látnar systur sínar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 14. september 2022 21:00

Mynd/Diane Arbus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí árið 1957 voru systurnar Joanna, 11 ára, Jacqueline, 6 ára á leið til kirkju í smábænum Hexham í Englandi. Með þeim var níu ára vinur þeirra, Anthony að nafni. Upp úr þurru bar að bíl á ógnarhraða og lenti hann á börnunum þremur.

Systurnar létust samstundis og Anthony lést á leið á sjúkrahús.

Margir telja þetta vera Pollokc tvíburana enda sú ljósmynd sem er við langflestar greinar um þær. Það er aftur á móti ekki rétt og er þessi mynd (af allt öðrum tvíburum) tekin af ljósmyndaranum Diane Arbus í New York árið 1967.

Ökumaðurinn reyndist vera kona sem ekki var heil á geði og höfðu því hennar eigin börn verið tekin af henni. Hún var snarhendis send á viðeigandi stofnun og kemur ekki meira við sögu.

En það sem síðar gerðist telja margir vera afdráttarlausa sönnun á að endurholdgun sé staðreynd.

Faðirinn viss um tvíbura

Foreldrar stúlknanna, John og Florence Pollock, voru eðlilega frá sér af sorg eftir dauða stúlknanna. Florence varð ófrísk nokkrum mánuðum síðar og beit John strax í sig að um tvíbura væri að ræða og það sem meira væri, um væri að ræða telpur sem væru systurnar endurholdgaðar.

Pollock hjónin voru strangtrúaðir kaþólikkar og trú á endurholdgun því guðlasti næst. Florence var svo full hryllings yfir kenningu manns síns að lá við skilnaði. Hún ákvað þó að þreyja þorrann, þessi vitleysa myndi hvort eð er enda við fæðingu barnsins. Ekki var vitað um neina fjölburafæðingar í fjölskyldum hjónanna og fullyrti læknir Florence að hún gengi aðeins með eitt barn

Það kom því öllum mjög á óvart þegar að tvíburastúlkur litu dagsins ljós þann 4. október 1958 og voru þær skýrðar Gillian og Jennifer.

Pollock tvibuarnir sjö ára. Þær voru þá búnar að gleyma öllu um eldri systur sínar. Mynd/Getty

Sérkennilegar tilviljanir

Stúlkurnar voru eineggja en þó með fæðingarbletti á ólíkum stöðum sem þótti afar óvenjulegt. Jennifer var til dæmis með fæðingarblett á vinstri mjöðm, á nákvæmlega sama stað og Jacqueline hafði einnig haft fæðingarblett. Hún var einnig með hvítan blett á enninu, á sama stað og Jacqueline hafði haft ör eftir fall af reiðhjóli.

Þegar að telpurnar voru þriggja mánaða flutti fjölskyldan í annan bæ en sneri aftur til Hexham þegar að tvíburarnir voru fjögurra ára gamlir. Var það í fyrsta skipti sem telpurnar litu Hexham augum en þrátt fyrir það virtust þær þekkja bæinn, þekktu nafnið á skólanum sem Joanna og Jacqueline höfðu gengið í og rötuðu auðveldlega á leikvöll bæjarins.

Um svipað leiti byrjuðu þær að biðja um leikföng sem Joanna og Jacqueline höfðu átt en Florence pakkað saman og sett í geymslu eftir lát þeirra. Tvíburarnir þekktu hverja dúkku og hvern bangsa með nafni og gátu jafnvel sagt hvaða leikfang var jólagjöf eða afmælisgjöf.

Gillian/Joanna og Jacqueline/Jennifer?

Gillian og Jennifer virtust einnig búa yfir sömu persónuleikaeinkennum og Joanna og Jacqueline sálugu.

Joanna hafði haldið mikilli verndarhendi yfir litlu systur sinni, enda tæpum fimm árum eldri, og sýndi Gillian sömu hegðun gagnvart Jennifer þrátt fyrir að vera aðeins 10 mínútum eldri.

Tvíburarnir áttu sama uppáhaldsmat, uppáhaldslög, uppáhaldsliti og uppáhaldsleiki og Joanna og Jacqueline. Þær voru einnig skelfingu losnar við bíla og tók langan tíma að róa systurnar ef að bíll keyrði hratt framhjá þeim.

Tvíburasysturnar. Mynd/Getty

Þegar að Joanna og Jacqueline voru á lífi var það amma þeirra sem sá um þær að mestu þar sem að Florence vann langan dag við hlið manns síns við sölu og útakstur á mjólk og grænmeti. Hún hætti því alfarið eftir að tvíburarnir fæddust og varð heimavinnandi en samt sem áður leituðu Gillian og Jennifer oftar til ömmu sinnar en mömmu um snarl, knús og aðra ,,mömmuhluti“.

Florence fær trúna

Jacqueline var nýbyrjuð að læra að skrifa þegar hún lést en átti í erfiðleikum með að halda á blýanti á réttan hátt. Jennifer átti við sömu erfiðleika að stríða fram á fullorðinsár og lærði í raun aldrei til fullnustu að munda skriffæri.

Joanna hafði verið tágrönn en Jacqueline heldur þybbnari. Gillian var tágrönn en Jennifer örlítið þybbin þrátt fyrir að systurnar væru eineggja tvíburar.

Florence neitaði samt sem áður alfarið kenningu bónda síns um endurholdgun.

Allt þar til hún kom að Gillian sitjandi á gólfinu og með höfuð Jennifer í fanginu og sagðist vera að ,,þurrka blóðið eftir bílinn úr augum hennar.”

Florence segist þá fyrst hafa trúað.

Og allt í einu árið 1981

En upp úr fimm ára aldri fór sú hegðun tvíburanna sem líkti eftir systrunum látnu að hverfa. Þær hættu að tala um hluti úr lífi eldri systra sinna og virtust ekki muna lengur atburði úr þeirra lífi. Á innan við ári hvarf allt í fari þeirra sem minnti á Joanna og Jacqueline.

Fjöldi sérfræðinga á vegum hins óútskýrað óskaði eftir að ræða við stúlkurna. Hér má sjá einn slíkan með þeim og er faðir þeirra í bakgrunni. Mynd/Getty

Þegar að Gillian og Jennifer uxu úr grasi fannst þeim kenningin um endurholdgunina vera lítið annað en eitthvað skondið og tilviljunarkennt úr frumbernsku. Vísindamenn á sviði hins yfirnáttúrulega héldu þó áfram að hafa augu á þeim sem tvíburarnir töldu óttalega vitleysu.

Allt þar til 1981 en þá kom nýr viðsnúningur í sögu systranna.

Gillian hélt því þá fram að muna eftir sér við leik í sandkassa í garð húss nokkurs. Lýsti hún garðinum og húsinu nákvæmlega svo og nánasta umhverfi. Florence og John var verulega brugðið. Um var að ræða hús í bænum Whickham sem fjölskyldan hafði búið í í skamman tíma þegar að Joanna var fjögurra ára gömul og Jacqueline ófædd.

Þau höfðu aldri sagt tvíburunum frá stuttri búsetu sinni í Whickham.

Tvær sálir

Margir telja sögu Pollock tvíburanna sanna tilvist endurholdgunar.

Aðrir setja meiri fyrirvara og segja margar aðrar útskýringar til greina koma. Pollock hjónin áttu til dæmis fjóra syni, alla eldri en tvíburana. Telja sumir að mikið af ,,minningum” tvíburanna hafi í raun verið frásagnir bræðranna af látnum systrum sínum. Eins að þeim hafi verið ,,kenndur” óttinn við bíla af foreldrunum sem ekki gátu hugsað þá hugsun til enda að missa fleiri dætur af völdum bifreiða.

Var um að ræða sömu tvær sálirnar? Mynd/Getty

En hver sem sannleikurinn er verður því ekki neitað að það er margt sérkennilegt við sögu systranna fjögurra.

Svo mikið er ljóst að faðir þeirra, og síðar móðir, efuðust ekki um að um sömu tvær sálirnar væru að ræða.

Og það eru margir á sama máli enn þann dag í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni