fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sólrún Diego um „hræðilega“ upplifun sína í Kviss: „Ég hugsaði allan tíman eftir á: Af hverju var ég að setja mig í þessar aðstæður?“

Fókus
Miðvikudaginn 14. september 2022 17:30

Mynd: Instagram/Skjáskot Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, gæti ekki hugsað sér að verða raunveruleikastjarna og útskýrir ástæðuna í nýjasta þætti Spjallsins, hlaðvarpsþætti hennar og vinkvenna hennar, Línu Birgittu Sigurðardóttur og Gurrý Jónsdóttur. 

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder stakk upp á því að þær myndu byrja með raunveruleikaþátt en þessa dagana er vinsælt að íslenskir áhrifavaldavinahópar, eins og Æði-gengið og LXS-dívurnar, séu á sjónvarpsskjáum landsmanna.

Fylgjendur Spjall-stúlknanna verða því kannski vonsviknir að vita að það sé ekki að fara að gerast, allavega ekki með Sólrúnu Diego.

„Mér er illa við myndavélarnar,“ segir Sólrún og rifjar upp þegar hún var í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 fyrir tveimur árum og segir það hafa verið „hræðilegt.“

„Ég fékk svo mikið mígreniskast eftir upptökurnar, bara stress og mér leið ekki vel sko,“ segir hún.

„Ég fann það bara að myndavélarnar voru ekki fyrir mig. Eftir þetta bauðst mér að vera partur af sjónvarpsþætti á Stöð 2 og þetta var þegar Covid var og komið í eitthvað ferli. Og ég fór í Kviss samhliða því og fór í Ísland í dag, eitthvað tengt bókunum, og eftir það bara nei, ég fann það bara. Mér leið ekki vel. […] Ég hugsaði allan tíman eftir á: Af hverju var ég að setja mig í þessar aðstæður?“

Sólrún var í liði með Sóla Hólm í Kviss haustið 2020. Skjáskot/Stöð2

Borga nóg í skatt

Vinkonurnar þrjár eru allar vinsælar á samfélagsmiðlum og teljast sem svo kallaðir áhrifavaldar. Í þættinum lesa þær upp óvinsælar skoðanir frá hlustendum og segja sína skoðun á þeim. Ein þeirra var: „Áhrifavaldar eiga að borga skatt“ og brugðust þær snöggt við.

„Ef þú bara vissir hvað við borgum mikinn skatt,“ segir Sólrún hlæjandi.

„Þetta er bara sér efni í þátt,“ segir Lína Birgitta. „Skatturinn kom á eftir okkur öllum! Og við kunnum ekki á þetta en núna eru alveg komnar lög og reglur og bara svo við gefum það út þá borgum við nægan skatt.“

„Þetta er skemmtilegt, því við borgum allar mjög mikinn skatt,“ segir Gurrý.

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“