fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hryllingur Norðurskautsins – Inúítahryllingsmyndir á RIFF

Fókus
Fimmtudaginn 1. september 2022 19:16

Slash/Back eða Slegið til baka eftir Nyla Innuksuk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RIFF beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

RIFF 2022 fer fram dagana 29. september til 9. október í Háskólabíói. Þetta er í nítjánda skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda.

Í tilkynningu frá RIFF segir að grunninn í hryllingsmyndum Inúíta megi finna í hefðbundnum uppeldisaðferðum hirðingjasamfélagsins.

Mikilvægi þess að vara börn og ungmenni við hættum umhverfisins var uppspretta fjölda sagna um skrímsli sem bjuggu allt um kring. Skrímslið í hafinu tekur börn og ber þau niður í djúpin til sín og þaðan á enginn afturkvæmt. Norðurljósin dansa um með höfuð þeirra barna sem nota ekki húfur og sparka á milli sín eins og fótbolta.

Með því að koma skilaboðum um hættur umhverfisins til barnanna með sögum er engin þörf á því að skamma börn, garga á þau eða refsa þeim. Þau læra að þekkja hætturnar með sögunum sem þau drekka í sig með móðurmjólkinni. …

Í aldanna rás hafa konur notað skrímslin til að varða leiðina og því rökrétt að sagnaarfurinn brjóti sér leið með kvenkyns leikstjórum í kvikmyndagerð nútímans.

Leikstjórarnir Nyla Innuksuk og Kirsten Carthew tilheyra þessum hópi kvikmyndagerðafólks og stuttmyndir í leikstjórn Jennie Williams og Mariu Fredriksson verða einnig sýndar á RIFF 2022. Sérstakar umræður verða um hryllingsmyndir norðurskautsins, stýrt af Cass Gardiner og Nyla Innuksuk mun taka þátt í þeim.

 

Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir / Inuit Chills & Thrills

Slegið til baka / Slash/Back

Nyla Innuksuk

CA, 2019, 76 min

Maika og töffararnir vinkonur hennar uppgötva innrás geimvera í pínulitla heimskautaþorpinu sínu. Það er undir þeim komið að berjast á móti og stöðva innrásina. Þær nota bráðabirgðavopn og þekkingu sína á hryllingsmyndum til að kenna geimverunum mikilvægan boðskap: Ekki abbast upp á stelpurnar frá Pang!

Póllinn / Polaris

Kirsten Carthew CA, 2022, 89 min

Myndin fjallar um unga stúlku, sem hefur verið alin upp af ísbirni, og þarf að takast á við hóp grimmra stríðsmanna sem eru staðráðnir í að drepa fóstru hennar. Sögusviðið er ískaldur heimur hins eilífa veturs, arfur vanvirðingar fyrri kynslóða, þar sem lífið er ógeðfellt. grimmdarlegt og stutt.

Nalujuk-kvöldið / Nalujuk Night

Jennie Williams CA, 2021, 13 min

Snjórinn brakar undir fótum Nalujuks á hafísnum við inúítasamfélagið Nain á Labrador. Um Nunatsiavut-nóttina, á þrettándanum á hverju ári, birtast þessar ógnvænlegu verur í kaldri vetrarnóttinni, klæddar dýrafeldum, selskinnsstígvélum og með grímur. Þeir ganga á tveimur fótum, en andlit þeirra eru dýrsleg. Ógnin sem fylgir komu þeirra er áþreifanleg og þeir elta börnin í þorpinu á svimandi hraða. Þau syngja sér til vægðar og lofa því að hafa verið góð. Þessari þrettánda hefð eru gerð falleg skil í mynd Jennie Williams um samfélag sem fagnar saman menningu og hefðum.

Mahaha

Babah Kalluk (Inuk) CA, 2020, 12 min

Þegar faðir Aulaja fer í veiðitúr hunsar hún áminningu hans um að vera varkár. Aulaja skilur verndarsleðahundinn Siku eftir þegar hún fer á fiskveiðar en þá er ráðist á hana af fornum anda landsins. Til að hún eigi einhverja lífsvon verður að færa fórn.

 

Nagdýr grjótsins / Gnawer of Rocks

Andrea Flaherty CA, 2020 13 min

Á meðan allir eru uppteknir við að undirbúa komandi vetur, ráfa tvær stelpur í burtu frá tjaldbúðunum og fylgja stíg úr framandi og fallegum steinum. En friðsæli göngutúrinn breytist fljótlega í hættuför þegar stelpurnar festast í helli Mangittatuarjuk, nagdýri grjótsins.

Lærlingur sjamansins / ANGAKUSAJAUJUQ

Zacharias Kunuk (Inuk) Canada, 21 min,

Ung kona sem er að læra visku sjamansins fer í gegnum sitt fyrsta próf, ferðalag til að hitta drottnara undirheimanna, Kannaaluk. Einn úr samfélaginu hefur veikst og lækninguna er að finna á þessum skuggaslóðum. Lærlingur sjamansins stendur frammi fyrir myrkum öndum auk líkamlegra áskorana og hún þarf að treysta á kenningar leiðbeinanda síns og læra að stjórna óttanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár