„Frænka mín bauð mér að gista hjá sér en þegar hún sagði „allt sem er mitt er þitt“ þá held ég að hún hafi ekki verið að tala um kærastann sinn,“ segir 24 ára gömul kona í samtali við Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.
Konan sem um ræðir hafði undanfarin tvö ár verið búið með kærastanum sínum en þegar hann hætti með henni í mars síðastliðnum þá vantaði hana stað til að gista á. Frænka hennar, sem er 32 ára, bauð henni þá að búa í aukaherberginu heima hjá sér og kærastanum sínum, sem er 35 ára. „Hún býr með kærastanum sínum, hún er búin að þekkja hann síðan þau voru saman í háskóla,“ segir konan.
„Hann er yndislegur og hefur verið svo hjálplegur undanfarna mánuði,“ segir konan svo og nefnir sem dæmi að hann hafi hjálpað sér að færa húsgögn. „En í síðasta mánuði, þegar frænka mín var í burtu yfir helgi, þá fór allt úr böndunum. Hvorki ég né kærastinn hennar vorum með nein plön fyrir kvöldið svo við sóttum okkur mat og horfðum á mynd saman.“
Konan segir að þau hafi ákveðið að horfa á rómantíska gamanmynd og að myndin hafi látið hana tárast. „Honum fannst það fyndið, togaði mig til sín og knúsaði mig. Eftir nokkrar mínútur var ég rólegri en hvorugt okkar fór úr knúsinu,“ segir hún en skömmu síðar kysstust þau.
„Ég veit ekki hvort okkar kyssti fyrst en ég held að við höfum gert það bæði. Við fórum bæði í burtu við og við því við vissum að það sem við vorum að gera væri rangt en það var eitthvað á milli okkar. Við enduðum á því að stunda kynlíf í sófanum, það var magnað.“
Þá segir konan að það hafi ekkert gerst á milli þeirra síðan þar sem þau sögðu bæði að þau gætu ekki gert þetta aftur. „Hann hefur haldið sig fjarri mér síðan en ég get ekki hætt að hugsa um hann. Ég held ég sé orðin hrifin af honum,“ segir konan og spyr svo Deidre hvað hún eigi eiginlega að gera. „Á ég að segja honum þetta? Á ég að sjá hvort honum líði eins?“
Deidre svarar og segir að miðað við það hvernig kærasti frænkunnar lætur þá virðist hann vita að þetta hafi verið rangt. „Ef hann heldur sig fjarri og hefur ekki gert neitt síðan þá lítur út fyrir að hann viti að þið gerðuð mistök. Þú verður líka að spyrja sjálfa þig – ertu virkilega hrifin af honum eða ertu hrifin af tilfinningunni að einhver annar maður vilji þig?“ segir Deidre.
Þá segir Deidre að konan eigi að leita að einhverjum öðrum stað til að búa á til að fjarlægjast kærasta frænkunnar meira. „Það mun hjálpa þér að komast yfir hann,“ segir hún og ítrekar að konan eigi ekki að „stela“ kærasta frænku sinnar.
„Frænka þín hefur verið mjög góð við þig – það að stela kærastanum hennar væri blaut tuska í andlitið hennar og það mun valda fleiri vandamálum innan fjölskyldunnar þinnar.“