fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fókus

Konur geta fengið þrenns konar fullnægingu en fá oftast bara eina þeirra

Fókus
Föstudaginn 26. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem að konur, og aðrir legganga-hafar geti fengið þrenns konar fullnægingar, en þessar fullnægingar hafa verið aðgreindar með nöfnunum: Eldfjallið, aldan og snjóflóðið. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn.

Rannsakendur í samstarfi við kynlífstækjaframleiðandann Lioness rannsökuðu samdrætti í grindarbotni við fullnægingu hjá rúmlega 50 konum og sáu að vöðvarnir drógust saman með þrenns konar hætti. Þessar niðurstöður voru svo birtar í tímaritinu Journal of Sexual Medicine.

Þegar konur og legganga-hafar örvast kynferðislega eykst blóðflæðið til kynfæranna, sérstaklega í snípinn, og þetta leiðir til spennu og kippa í vöðvum sem svo leiða til fullnægingar. Þetta er öðruvísi en hjá limhöfum, sérstaklega þegar horft er á hversu lengi fullnæging varir. Fullnægingar kvenna og legganga-hafar geta varað í rúmlega 20 sekúndur á meðan limhafar geta bara búist við fullnægingu sem varir á bilinu 3-10 sekúndur.

Tilgangur fullnægingarinnar hjá lim-höfum er augljós – að framleiða sæði og fjölga mannkyninu. Fullnægingar legganga-hafa eru þó ekki taldar þjóna neinum þróunarfræðilegum tilgangi heldur menjar frá ævafornum tíma er framkalla þurfti egglos.

Niðurstöður áðurnefndrar rannsóknar sýna þrennskonar fullnægingu legganga. Engu að síður sýndi rannsókn sem birt var í sama tímariti í fyrra að um 41 prósent bandarískra kvenna eigi það á hættu að glíma við kynlífstengd vandamál og að 21 prósent þeirra séu óánægðar með kynlíf sitt.

Mörgum konum finnst erfitt að fá fullnægingar og sumar rannsóknir sýna að á meðan karlmenn fái það í 90 prósent tilvika þá fái konur það aðeins í 50 prósent þeirra.

En aftur að þrenns konar fullnægingunum. Vöðvasamdráttur í grindarbotni voru mældir með sérstökum bluetooth titrara sem er kallaður Ljónynjan sem kemur úr smiðju Lioness.

Konurnar voru beðnar um að fróa sér þar til þær fengu fullnægingu og leyfa titraranum að vera áfram inni í leggöngunum í tvær mínútur eftir fullnæginguna til að hægt væri að mæla alla vöðvasamdrættina.

Gögnin frá titrurunum sýndu að konur fá ýmist öldu fullnægingu, eldfjalls-fullnægingu eða snjófóla-fullnægingu. En nöfnin koma frá mynstrinu í vöðvasamdrætti.

11 konur af þessum 54 upplifðu eldfjallið. 17 þeirra snjóflóðið og 25 fengu öldu fullnæginguna.

Samkvæmt niðurstöðunum er felst í öldunni ölduhæð og öldulægð af samrætti og spennu í vöðvunum við fullnægingu. Snjóflóðið felst í því að grindarbotninn byggir upp spennu sem allri er svo sleppt út í einu við fullnæginguna og svo felst eldfjallið í því að grindarbotninn helst stöðugur í lægri spennu en svo eykst spennan gífurlega við fullnæginguna.

Niðurstöðurnar sýndi einnig að hver kona fékk að jafnaði aðeins eina af þessum þremur fullnægingum eða með öðrum orðum, ef kona t.d. fékk eldfjalla-fullnægingu voru litlar líkur á að hún fengi fullnægingar af hinum gerðunum.

Lioness sagði að gögn sem fyrirtækið hafi safnað frá rúmlega 3 þúsund notendum styðji við þessa ályktun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“
Fókus
Í gær

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“