fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Þórarinn og Jakob Bjarnar tókust harkalega á – „Þú ert óskrifandi hálfviti og þú veist það“

Fókus
Mánudaginn 22. ágúst 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson og blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson eru skoðanaglaðir menn og veigra sér aldrei við kröftugum skoðanaskiptum á samfélagsmiðlum eða raunheimum, ef því er að skipta. Því má gera ráð fyrir því að til eldglæringa komi þegar þeir takast á og það er nákvæmlega það sem gerðist um helgina.

Þá steig Þórarinn fram á Facebook-síðu sinni og sakaði Jakob Bjarnar um að fela sig á bak við dulnefnið „Ásdís Valsdóttir“ og gefa bókum sínum útreið í einkunnum á vefsíðum þar sem bækur eru metnar.

„Allar bækurnar mínar eru umdeildar. Þær eiga líka að vera það. En ég er á sama tíma 100% viss um að „Ásdís Valsdóttir“ er Jakob Bjarnar „blaðamaður“ að skrifa dóm um bækurnar mínar inni á Goodreads, gnístandi tönnum undir dulnefni. A cunt is a cunt is a cunt,“ skrifaði Þórarinn á Facebook-síðu sína og lét eftirfarandi dæmi fylgja með.

„Þú ert aumingi Jakob Bjarnar Grétarsson“

Eins og gefur að skilja var Jakob Bjarnar fljótur að svara fyrir sig:

„Þú ert bara með mig á heilanum, Tóti minn? Veistu, ég hef ekki enn komist til að lesa þessa bók þína. Og hún er reyndar ekki á neinum leslistum hjá mér enda er fátt meira trist en miðaldra kall að reyna að koma sér í mjúkinn hjá smásálunum á Twitter. Ég veit ekki alveg hvað slíkur höfundur ætti að segja mér. Blaðamaður innan gæsalappa? Omg. Það var ekki þessi tónninn í þér þegar þú lofaðir viðtöl mín í hástert um leið og þú hamaðist í mér með að komast í plöggviðtal.“

Ritdeilan var því komin á fullt og Þórarinn svaraði kröftuglega fyrir sig og tók sérstaklega þá fullyrðingu Jakobs Bjarnar fyrir að hann hefði hamast í honum fyrir plöggviðtal.
„Þessi setning segir allt um þig sem persónu, þína heimsmynd. Ef ég hef einhverntíma hrósað þér þá það var það auðvitað bara taktík. Þú ert óskrifandi hálfviti og þú veist það. Þú ert mættur hérna 5 mínútum eftir að ég minnist á þig. Þú ert ekkert. Þú ert aumingi Jakob Bjarnar Gretarsson.“

„Sjáumst í næstu bók, auli“

Þórarinn heldur svo áfram og rifjar upp opinberan bókadóm Jakobs Bjarnar á síðum Fréttablaðsins. „Og óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvort höfundur noti það sem afsökun fyrir því að flétta súrrealískan óhugnað í verk sín, að boðskapurinn megi heita „góður“?“ skrifaði blaðamaðurinn og Þórarinn telur að það tengist því að hann hafi átt í ritdeilum við Jakob Bjarnar nokkru áður,

„Í ritdómi um leikssýningu sem var að vísu ekkert snilldarverk. Þess má geta að Þórarinn var búinn að leggja Jakob og fleiri „andfeminista“ í einelti í einhvern tíma á Facebook árin á undan. Jakob finnst mest gaman að skrifa um þöggun ákveðinna þrýstihópa en staðreyndin eru sú að menn eins og hann stjórna umræðunni. Stjörnublaðamaður svo sannarlega. Af hverju fær Jakob ekki Fálkaorðuna? Sjáumst í næstu bók, auli,“ skrifar Þórarinn.

Svarar með myndum af samskiptum

Jakob lét þessi illmælgi ekki yfir sig ganga og birti næst skjáskot af samskiptum hans og Þórarins þar sem rithöfundurinn virðist sannarlega stíga í vænginn við hann varðandi viðtal.

Þórarinn lét það þó ekki slá sig út af laginu og sagði að um úthugsaða taktík væri að ræða til þess að fá umfjöllun um verk sín.

„Ég var að smjaðra fyrir þér. Heldurðu virkilega að þú sért eini blaðamaðurinn sem ég sendi svona smjaðurspósta á ? Þú ert svo sannarlega hégómafullt fífl 🙂 Þú ert bara illa skrifandi láglaundrusla sem ég var að reyna að skríða upp bakið á,“ skrifar rithöfundurinn.

Jakob Bjarnar taldi sig greinilega hafa gert nóg til þess að vinna fullnaðarsigur í ritdeilunni og kvaddi í kjölfarið Þórarinn og bað hann um að passa blóðþrýstinginn.

Fannst þetta drepleiðinleg bók

Þær eru ekki margar Ásdísar Valsdæturnar í íslensku samfélagi og í þágu rannsóknarblaðamennsku sendi DV fyrirspurnir á þær þrjár sem eru með Facebook-síðu. Svör bárust stuttu síðar en þá gekkst Ásdís Ósk Valsdóttir, fasteignasali með meiru, við því að hafa skrifað bókadóminn.

„Ég skrifaði þennan dóm, fannst þetta drepleiðinleg bók og náði engum tengslum við hana, ef manninum finnst þörf á því að kalla mig kuntu þá segir það nú allt sem segja þarf um manninn,“ segir Ásdís.

Hún bendir á að hún hafi skrifað fjölmarga dóma um ýmsar bækur og að þær séu ekki margar sem hún tengi engan veginn við og því hefði rithöfundurinnn getað sparað sér ritdeiluna ef hann hefði kynnt sér það.

„Ég setti inn mynd af mér þannig að það þurfi engin að efast um hver sé á bakvið þennan prófíl,“ skrifar Ásdís Ósk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“