Annað árið í röð er Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og við þekkjum hann flest, tekjuhæsti rappari landsins. Í textum sínum rappar Herra Hnetusmjör iðulega um peninga og áhuga sinn á þeim. Til að afla þeirra er rapparinn með mörg járn í eldinum, hann gaf út sína sjöttu plötu í fyrra sem nefnist Flottur strákur 2 og hefur ekki undan að troða upp víða um bæ. Þá gaf hann út ævisögu sína í samstarfi við Sóla Hólm árið 2020 sem hét Herra Hnetusmjör: Hingað til og seldist sú bók ágætlega.
Að auki rekur Herra Hnetusmjör skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur sem og nikótínpúðaverslunina Vörina á Dalvegi í Kópavogi. Í samanburði við aðra rappara er Hnetusmjörið er að gera gott mót en hann er með rúmlega helmingi hærri laun en Emmsjé Gauti og margfalt hærri laun en kollegi hans Aron Can.
Aron er þó einnig með ýmislegt í gangi. Auk tónleikhalds þá gaf hann út nýja plötu Andi, líf, hjarta, sál síðasta sumar og opnaði á dögunum veitingastaðinn Stund í Reykjavík ásamt kærustu sinni Ernu Maríu og parinu Aron Mola og Hildi Skúla.
Annar rappari, Gísli Pálmi Sigurðsson, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af tekjuöflun en hann er annað árið í röð tekjulaus. Hann gaf síðast út plötu árið 2018 en jökulkaldi rapparinn hefur verið með annan fótinn í Lundúnum síðustu ár en er með skráð lögheimili á Íslandi.
Sjáðu tekjur helstu íslensku rapparana hér að neðan.
858.414 kr. á mánuði.
491.835 kr. á mánuði.
449.135 kr. á mánuði.
411.521 kr. á mánuði.
396.210 kr. á mánuði.
151.701 kr. á mánuði.
324.352 kr. á mánuði
192.591 kr. á mánuði.
0 kr. á mánuði.