fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Tekjudagar DV: Æði-drengirnir hækkuðu allir í launum

Fókus
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinirnir og raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj hafa slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir eru á Stöð 2. Fjórða þáttaröðin fór í loftið í sumar en í þáttunum er fylgst með daglegu amstri drengjanna.

Þeir njóta einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hafa tekið að sér önnur gigg, eins og að veislustýra og hreinlega mæta í partý. Til að mynda flaug Ölgerðin þá út til Prag í Tékklandi í maí síðastliðnum til að skemmta á árshátíð fyrirtækisins.

Tekjur þremenninganna hækkuðu talsvert frá árinu í fyrra. Aftur er Patrekur launahæstur en laun Bassa hækkuðu um rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði, laun Binna hækkuðu um hundrað þúsund krónur á mánuði og laun Patreks hækkuðu um 150 þúsund krónur á mánuði.

Patrekur Jaime var með 421.954 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.

Binni Glee, eða Brynjar Steinn Gylfason eins og hann heitir fullu nafni, var með 277.298 kr. á mánuði.

Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, sem allir þekkja sem Bassa Maraj, var aðeins tekjuhærri með 368.378 kr. á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“