Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar fór fram úr öllum væntingum en hlaupið haldið í Mosfellsbæ í fyrsta sinn í morgun með pomp og prakt. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag og mikil ánægja er með aðsókina.
„Ég alveg í skýjunum, þetta tókst svo vel. Við erum drullukát og allir fóru brosandi heim,‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) um Drulluhlaup Krónunnar sem haldið var í Mosfellsbæ í dag.
Þetta var í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK. Umsjón og vinna var með höndum frjálsíþróttadeildar Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ.
Um 500 manns tók þátt í hlaupinu og að miklu leyti fjölskyldur sem sprettu saman úr spori. Börn allt niður í átta ára gátu tekið þátt en þurftu mörg aðstoð foreldra og fullorðinna aðstandenda til að komast yfir allar hindranirnar sem voru á leiðinni. Leiðin var 3,5 kílómetrar í fallegu umhverfi Varmárlaugar og var búið að setja þar upp klifurveggi, grafa drullupytti og forarsvöð og þar á meðal 20 metra snarbratta rennibraut sem búin er til úr hluta af uppblásna íþróttahúsi Hamars í Hveragerði.
Hér má sjá gleðina sem skein úr andlitum þátttakenda í Drulluhlaupinu. MYNDIR/UMFÍ.