fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Drulluhlaupið sló í gegn – allir brosandi og drulluskítugir

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 13. ágúst 2022 18:58

Í morgun fór Drulluhlaupið í fyrsta skipti fram hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK í samstarfi við Krónuna. MYNDIR/UMFÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar fór fram úr öllum væntingum en hlaupið haldið í Mosfellsbæ í fyrsta sinn í morgun með pomp og prakt. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag og mikil ánægja er með aðsókina.

„Ég alveg í skýjunum, þetta tókst svo vel. Við erum drullukát og allir fóru brosandi heim,‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) um Drulluhlaup Krónunnar sem haldið var í Mosfellsbæ í dag.

Þetta var í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK. Umsjón og vinna var með höndum frjálsíþróttadeildar Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Um 500 manns tók þátt í hlaupinu og að miklu leyti fjölskyldur sem sprettu saman úr spori. Börn allt niður í átta ára gátu tekið þátt en þurftu mörg aðstoð foreldra og fullorðinna aðstandenda til að komast yfir allar hindranirnar sem voru á leiðinni. Leiðin var 3,5 kílómetrar í fallegu umhverfi Varmárlaugar og var búið að setja þar upp klifurveggi, grafa drullupytti og forarsvöð og þar á meðal 20 metra snarbratta rennibraut sem búin er til úr hluta af uppblásna íþróttahúsi Hamars í Hveragerði.

Hér má sjá gleðina sem skein úr andlitum þátttakenda í Drulluhlaupinu. MYNDIR/UMFÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sóldís litin hornauga fyrir að vera yngst – „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu“

Sóldís litin hornauga fyrir að vera yngst – „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar