fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Drulluhlaupið sló í gegn – allir brosandi og drulluskítugir

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 13. ágúst 2022 18:58

Í morgun fór Drulluhlaupið í fyrsta skipti fram hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK í samstarfi við Krónuna. MYNDIR/UMFÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar fór fram úr öllum væntingum en hlaupið haldið í Mosfellsbæ í fyrsta sinn í morgun með pomp og prakt. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í dag og mikil ánægja er með aðsókina.

„Ég alveg í skýjunum, þetta tókst svo vel. Við erum drullukát og allir fóru brosandi heim,‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) um Drulluhlaup Krónunnar sem haldið var í Mosfellsbæ í dag.

Þetta var í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK. Umsjón og vinna var með höndum frjálsíþróttadeildar Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Um 500 manns tók þátt í hlaupinu og að miklu leyti fjölskyldur sem sprettu saman úr spori. Börn allt niður í átta ára gátu tekið þátt en þurftu mörg aðstoð foreldra og fullorðinna aðstandenda til að komast yfir allar hindranirnar sem voru á leiðinni. Leiðin var 3,5 kílómetrar í fallegu umhverfi Varmárlaugar og var búið að setja þar upp klifurveggi, grafa drullupytti og forarsvöð og þar á meðal 20 metra snarbratta rennibraut sem búin er til úr hluta af uppblásna íþróttahúsi Hamars í Hveragerði.

Hér má sjá gleðina sem skein úr andlitum þátttakenda í Drulluhlaupinu. MYNDIR/UMFÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi