fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Síðasta myndin af Reginu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 9. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessari mynd má sjá hina 14 ára gömlu Reginu Kay Walters. Klædd í svartan kjól og háa hæla reynir hún skelfingu lostin að ýta ljósmyndaranum frá sér. Regina dó þennan sama dag snemma vors árið 1990.

Hún var myrt af manninum sem tók myndina.

Regina Kay var aðeins 14 ára.

Í febrúar 1990 ákváðu Regina og kærasti hennar, Ricky Lee Jones, að strjúka frá heimilum sínum í Texas. Ricky Lee hafði alist upp í ,,kerfinu” og nokkrum sinnum komist í kast við lögin vegna þjófnaða. Hann var heldur eldri en Regina, orðinn 18 ára, og hræddist unga parið að verða aðskilið. Foreldrar Reginu voru nefnilega ekki par hrifin af að fá mun eldri pilt og með sakaskrá í ofanálag, sem tengdason. En Regina og Ricky voru ástfangin og gátu ekki hugsað sér að lifa hvort án hvors annars.  Ákváðu þau því að hefja nýtt líf í Mexíkó.

Ricky Lee

Þau höfðu aftur á móti ekkert farartæki og töldu auðveldast að húkka sér far með langferðabílstjórum sem aka þvers og kruss um Bandaríkin. Svo fór að fyrsti bílstjórinn sem þau báðu um far bauð þau velkomin upp í trukkinn.

Bílstjórinn elskulegi var aftur á móti maður að nafni Robert Ben Rhoades, kynferðisglæpamaður sem þegar hafði myrt að minnsta kosti tvær manneskjur. Líkt og Ricky og Regina hafði það par verið verið svo ólánsamt að þiggja boð hans um far.

Robert Ben Rhoades

Regina horfði full skelfingar á Rhoades myrða kærasta sinn samdægurs og henda líki hans á þjóðveginn. Rhoades kom Reginu fyrir í hólfi í bíl sínum sem hann hafði sérútbúið til mannrána og pyntinga. Þar hélt hann Reginu handjárnaðri í margar vikur, nauðgaði henni og pyntaði á ólýsanlega vegu.

Að því kom að hann fór með Reginu að yfirgefnu býli þar sem hann klippti af henni hárið, lét hana klæðast svarta kjólnum og háu hælunum og lakkaði neglur hennar rauðar. Því næst tók hann upp myndavél og tók myndir af varnarlausri stúlkunni grátbiðja um vægð.

Foreldrar Reginu höfðu eðlilega verið frá sér af áhyggjum af hvarfi dóttur sinnar.  Rhoades lét sér ekki nægja að kvelja Reginu heldur hringdi hann í föður hennar til að hreykja sér af ráninu. Þegar að faðirinn bað Rhoades í örvæntingu um að segja sér hvar hún væri niður komin sagði hann Reginu vera í hlöðu en skellti á þegar faðir hennar spurði hvort hún væri á lífi.

Þessi mynd af Reginu fannst einnig.

Robert Ben Rhoades var handtekinn 1. apríl 1990. Lögreglumanni hafði fundist rétt að kanna betur trukk sem lagt hafði verið við þjóðveginn og fann lögreglumaðurinn Rhoades þar sofandi. Þar var ennfremur að finna skelfingu lostna stúlku, nakta, keflaða og handjárnaða. Einnig var skotvopn að finna í bílnum.

Rhoades við handtökuna í apríl 1990.

Robert Ben Rhoades var handtekinn og ákærður fyrir fjölda glæpa gegn stúlkunni sem frelsuð hafði verið úr trukknum.

Í september sama ár fór eigandinn að býlinu til að brenna það enda húsin ónýt. Sem betur fer ákvað hann þó að fara einn hring áður en eldur yrði borinn að og fann hann þá líkið af Reginu. Hún hafði verið kyrkt með vír.

Það fundust fleiri ljósmyndir af Reginu í fórum Rhoades og af þeim mátti sjá að hann hafði haldið henni fanginni í margar vikur. Reyndar fannst töluvert magn mynda af ungum konum sem aldrei hefur tekist að bera kennsl á.

Robert Ben Rhoades var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Reginu Kay Walters.  Árið 2012 játaði hann að hafa myrt ung hjón sem hurfu á undan Ricky og Reginu. Hafði hann haft sama hátt á, fyrst myrti hann eiginmanninn en hélt konunni nauðugri í nokkrar vikur áður en hann myrti hana einnig. Örfáum dögum síðar bauð hann unga parinu far.

Robert Ben Rhoades

Talið er að Robert Ben Rhoades hafi aftur á móti myrt allt að 50 manns á þeim tuttugu árum sem hann ók þjóðvegi Bandaríkjanna, leitandi uppi varnarlausa puttaferðalanga til voðaverka sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar“

„Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars