fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Voru ættleiddir til þriggja fjölskyldna – Ótrúleg og átakanleg saga aðskildu þríburanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward, David og Robert fæddust 12. júlí árið 1961. Móðir þeirra var ung stúlka sem hafði orðið barnshafandi eftir lokaball í miðskóla (highschool). Lítið er vitað um hana annað en mjög hugsanlega glímdi hún við geðræn vandamál af einhverjum toga.

Strax við fæðingu tók ættleiðingaþjónusta við þríburunum og þegar þeir voru sex mánaða voru drengirnir ættleiddir. En þríburarnir voru aðskildir til þriggja afar ólíkra fjölskyldna og ólust upp án þess að hafa hugmynd um tilvist bræðra sinna.

Saga þríburanna er furðulegri en nokkur skáldskapur, full lyga og svika en einnig vináttu og ást. Og að endanum, dauða.

Hver er Eddy?

Árið 1980 hóf hinn 19 ára gamli Robert,,BobbyShafran nám við Sullivan háskóla í New York fylki. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar að fjöldi fólks heilsaði honum eins og gömlum kunningja, spjallaði um hluti sem Bobby kannaðist ekkert við og jafnvel knúsuðu hann og sagðist fegið að sjá hann aftur.

Mikil gleði var hjá þríburunum í upphafi.

Enn furðulegra var að allir kölluð hann Eddy.

Eddy þessi hafði hætt í skólanum en skólafélagi nokkur kveikti á perunni og gaf sig á tal við Bobby. Sá fann út að ekki litu þeir aðeins nákvæmlega eins út heldur reyndust þeir báðir ættleiddir og eiga afmæli sama dag. Skólafélaginn sagði þá verða að hittast og ók með Bobby heim til Edward ,,EddyGalland. Það var strax morgunljóst að piltarnir voru eineggja tvíburar.

Sá þriðji

Sagan af endurfundum bræðranna rataði í fjölmiðla og varð David nokkur Kellman standandi bit þegar hann sá eigið andlit blasa við sér. Gat virkilega staðist að hann væri þriðji bróðirinn? David hafði samband við Bobby og Eddy og var enginn vafi á að tvíburarnir voru í raun þríburar.

Eðlilega urðu mikil fagnaðarfundir. Þrátt fyrir að hafa alist upp í gjörólíkum fjölskyldum var ótalmargt sem þeir áttu sameiginlegt. Þeir höfðu sama húmor og tónlistarsmekk, hreyfði sig eins, reyktu sömu sígarettutegund, löðuðust allir að af eldri konum, áttu sama uppáhaldslit, höfðu stundað sömu íþróttagrein í skóla og alla dreymdi þá að verða leikarar. Þeir voru með sömu klippingu og jafnvel klæddust eins.

Allir höfðu þeir glímt við þunglyndi og geðræn vandamál af einhverju tagi sem þeir og foreldrar þeirra höfðu leitað hjálpar við.

Og það sem hvað furðulegast var, var að allir áttu þeir systur sem var nákvæmlega tveimur árum eldri og einnig ættleidd.

Það eina sem skyldi þá að var að Bobby hafði alist upp hjá afar efnuðu foreldrum, Eddy hafi alist upp hjá miðstéttarfjölskyldu, kennarahjónum, en David hafði alist upp hjá innflytjendafjölskyldu í verkamannastétt.

Eitthvað ekki rétt

Almenningur var heillaður og fjölmiðlar kepptust hver um annað að taka viðtal við piltana sem höfðu fundið hvern annan á undraverðan hátt.

Bræðurnir urðu strax óaðskilanlegir, leigðu sér saman íbúð, og sem ungir menn nutu þeir sviðsljóssins og urðu fastagestir á vinsælustu næturklúbbum New York borgar. Þeir voru jú stjörnur og lífið lék við þá. Þeir opnuðu meira að segja saman veitingastað árið 1988 sló sá strax í gegn.

Spjallþættir vildu óðir fá þríburana í viðtöl.

En allir foreldrarnir sex voru hugsuðu sitt mál, hittust reglulega og urðu sífellt sannfærðari að það væri eitthvað sem ekki gengi upp. Þau kröfðust fundar með fulltrúum ættleiðingastofunnar sem sagði að það hefði einfaldlega verið auðveldar að ættleiða eitt barn en að sannfæra hjón um að taka að sér þríbura. Flóknara væri það nú ekki og takk fyrir komuna.

Regnhlífin og kampavínið

En þessi svör gengu ekki upp. Engum hjónanna hafði verið boðið að ættleiða alla bræðurna. Engum var einu sinni sagt að sonur þeirra væri einn þríbura. Og það sem meira var, voru fleiri fjölburar sem höfðu verið aðskildir en vissu ekki af því?

Það var rigning daginn sem fundurinn átti sér stað og þegar að fundinum var lokið uppgötvaði einn faðirinn að hann hafði gleymt regnhlíf sinni í fundarherbergi ættleiðingastofunnar. Hann sneri því við og brá þegar hann sá starfsmenn starfsmennina vera að opna kampavín og gefa hvort öðru fimmur. Hann gat ekki varist því að hugsa hvort þau væri að fagna því að hafa losnað við foreldra út án þess að til vandræða kæmi.

Það var ekki fyrr en árið 1994 að þríburunum og foreldrum þeirra tókst loksins að grafa upp hvað raunverulega hafði átt sér stað. Í millitíðinni höfðu fleiri fjölburar í New York fylki uppgötvað systkini og byrjað að leita sannleikans.

Hann reyndist mun ótrúlegri en nokkur hefði getað látið sér detta í hug.

Dokto Neubauer

Öll voru börnin hluti af afar leynilegri rannsókn sem stofnað hafði verið til í þeirri tilraun að sjá hversu ráðandi erfðir væri á móti uppeldi. Einnig var sjónum beint að arfgengum einkennum og sjúkdómum.

Rannsóknin var hugarfóstur sálfræðings að nafni Peter Neubauer í náinni samvinnu við samtök að nafni Jewish Board of Family and Children’s Services.

Piltarnir höfðu meira að segja sama smekk á kvenfólki.

Um er að ræða eins stærstu hjálparsamtök New York. Þau ekki rekin í hagnaðarskyni og alls óháð trúarbrögðum þrátt fyrir nafnið. Samtökin veita fólki víðtæka aðstoð án tillits til trúarbragða, félagslegrar stöðu og kynþáttar. Þau fjölda heilsugæsla og veita ráðgjöf um hin ýmsu málefni, ekki síst þeim er snúa að börnum. Hjá samtökunum starfa 3.300 manns, þau eru með 2.200 sjálfboða og þjónusta ríflega 43 þúsund manns á ári.

Allt ferlið verið útspekúlerað í samvinnu við ættleiðingastofuna, rekna var á vegum samtakanna.

Allir skyldu bræðurnir fara á heimilið með einu systkini sem væri tveimur árum eldri systir, og allir til hjóna á sama aldri en með gjörólíka fjárhags- og þjóðfélagsstöðu.

Fylgst með hverju skrefi

Ekki er ljóst hvernig Neubauer fór nákvæmlega að né hvort rannsóknin var með samþykki yfirvalda en fylgst hafði verið með hverju skrefi þremenninganna alla ævi. Einkunnir, skólaskýrslur, áhugamál, og ekki síst læknaskýrslur var meðal þess sem Neubauer og teymi hans hafði aðgengi að.

Hann bar saman hvert snitti gagna til að finna út hvort og hvað var sameiginlegt með bræðrunum svo og hvað skildi þá að. Þeir höfðu einnig verið ljósmyndaðir í leyni alla sína ævi.

Peter Neiubauer

Enginn veit hversu margir fjölburar hafi verið óafvitandi þátttakendur í rannsókninni en tölunni 60 er oft kastað fram. .

Dr Neubauer var þögull sem gröfin um rannsóknina, allt til dauðadags árið 2008. Hann gaf aldrei út niðurstöðu sínar og bræðrunum og fjölskyldum þeirra var synjað sjá gögnin.

Niðurstöðurnar, sem mun skipta hundruðum blaðsíðna, voru innsiglaðar allt til ársins 2065 að kröfu samtakanna. En í einn aðstoðarmaður Neubauer lét þó hafa eftir sér að niðurstöðurnar væru sláandi og sýndu svart á hvítu hversu ásköpuð hegðun sé, mun meira svo en áður hefur verið talið.

Biðin langa

Þrátt fyrir hamingjuríka endurfundi fór smám saman að halla undan fæti hjá bræðrunum. Eddy átti sífellt erfiðara með að sætta sig við að vera þríburi og taldi sig hafa misst sín persónueinkenni.

Eddy tók sitt eigið líf ári 1995, aðeins 34 ára að aldri.

Samband David og Bobby varð sífellt erfiðara í kjölfarið og glímdu báðir við þunglyndi. Þeir lokuðu þeir veitingastaðnum árið 2000 og héldu hvor í sína áttina. Sambandið lagast þó smám saman með árunum og í dag er með þeim góð vinátta.

Bobby lærði til lögfræðings og starfaði sem slíkur en eftir alvarlegt slys árið 2011 er hann í hlutastarfi. Hann er fráskilinn og á tvö börn.

David og Bobby. Eddy tók eigið líf árið 1994.

David starfar hjá tryggingafyrirtæki, og sérhæfir sig í líf- og sjúkdómatryggingum. Hann er einnig fráskilinn og á tvö börn.

Því miður er ólíklegt að bræðurnir fá nokkurn tíma augum litið rannsóknina um líf þeirra enda er enn 43 ára bið.

En börn þeirra, og nú barnabörn bíða, vitandi að þeirra tími mun koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“