fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hin raunverulega kona að baki Cruellu de Vil

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þekkja til Cruellu De Vil úr hinni ódauðlegu mynd Disney, andstyggðarkvendisins sem vildi eignast pels úr hvolpum. En það sem kannski færri vita er að Cruella er byggð á raunverulegri konu. Allavega að hluta til. 

Teiknarinn Marc Davis hafði konu að nafni Tallulah Bankhead sem fyrirmynd. Tallulah drap reyndar aldrei hvolpa, svo vitað sé, né framdi illvirki en í TallulahDavis sömu hvatvísi, hráa kynþokka og ýktu hegðun og hann vildi að einkenndi Cruellu de Vil. 

Tallulah Bankhead Mynd/Getty

Tæknilega hrein mey

Talllulah var fædd í Alabama árið 1902, dóttir valdamikils stjórnmálamanns. Hún fékk síendurteknar sýkingar í háls sem barn sem ollu því að rödd hennar var afar rám. Átti kynþokkafull röddin eftir að verða hennar einkenni. Tallulah fór snemma eigin leiðir og reyndu foreldrar hennar að kenna henni guðsótta og góða siði með því að senda hana í klausturskóla en alltaf tókst henni að stinga af.

Þegar hún var 15 ára sendi Talllulah mynd af sér í ljósmyndakepppni tímarits sem hún vann og fékk að launum ferð til New York og lítið hlutverk í kvikmynd.

Eftir nokkuð stapp leyfði faðir hennir að fara, enda að verða uppgefin á reyna að siða sína villtu dóttur, en aðeins ef hún lofaði tvennu; Að koma hvorki nálægt áfengi né karlmönnum.

Talllulah féllst á það en eins og hún orðaði það síðar hafði faðir hennar aldrei minnst á kókaín eða konur. Í sjálfsævisögu sinni sagðist hafa staðið við loforðið og verið ,,tæknilega” hrein mey til tvítugs.

Mig vantar karlmann

Talllulah var fljót að aðlagast heimi listamannelítunnar og áður en varði var hún orðin ómissandi í samkvæmum ríka og fræga fólksins. Hún lék bæði í kvikmyndum og á sviði og fékk afbragðs dóma en náði aldrei verulegum vinsældum á meðal almennings.

Hún ákvað að breyta til og flutti til London árið 1923 þar sem almenningur kunni betur að meta hana og vann hún þar til fjölda verðlauna sem sviðsleikkona.

En þekktust var Talllulah fyrir hegðun sína í einkalífinu.

Hún ók um London í glæsibifreið sinni eins og óð væri og hundsaði allar umferðarreglur. Hún drakk eins og svampur, prófaði öll eiturlyf sem hún komst yfir og reykti 120 sígarettur á dag. Hún átti fjölda elskhuga, jafnt konur sem karla, og sagði hverjum sem vildi heyra frá sínu villta líferni.

Sem fór reyndar ekki vel í hennar þekktari ástmenn og konur.

Sagt er að Talllulah hafi meðal annars átt í kynferðissambandi við leikkonuna Gretu Garbo og söngkonuna Billie Holiday.

Svo líflegt var kynlíf Talllulah  að breska leyniþjónustan, M5, lét kanna hvort breskir fyrirmenn væru meðal hennar bólfélaga.

Veislur Tallulah voru alræmdar.

Í einu viðtali sagðist hún ekki hafa átt í ástarsambandi í sex mánuði og væri viðþolslaus. ,,Mig vantar karlamann og mig vantar hann NÚNA,” lét hún hafa eftir sér.

Talllulah sagði opinberlega hluti sem engri leikkonu hafði látið til hugar að láta út fyrir sínar varir.

Og var nákvæmlega sama.

Ekkert bannað

Árið 1931 sneri hún aftur til Bandaríkjanna og hóf aftur að leika í kvikmyndum sem sumar slógu í gegn en ekki aðrar þrátt fyrir að Talllulah fengi ávallt góða dóma. Talllulah þótti reyndar með afbrigðum hæfileikarík og fékk til að mynda fjölda verðlauna fyrir leik sinn í myndum á borð við The Little Foxes, The Skin of Our Teeth og ekki síst Lifeboat í leikstjórn Alfred Hitchcock.

Það þorðu reyndar ekki allir að ráða Talllulah til starfa því hún var á hinum alræmda ,,svarta lista” stjórnvalda, lista með 150 nöfnun leikara og leikstjóra sem yfirvöld höfðu ákveðið að væru ,,óæskilegir” af siðferðislegum ástæðum.

Tallulah Bankhead Mynd/Getty

Veisluhöld Talllulah voru alræmd og sagt að í hennar veislum væri ekkert bannað. Akkúrat ekki neitt. Sjálf átti hún til að ganga um nakin, ekki aðeins í eigin veislum, heldur einnig á annarra manna heimilum. Tallulah fór í fjögur þungungarrof áður en varð að fara í legnám árið 1933 vegna klamidíusýkingar. Hún var ófeimin við að tjá sig um það sem annað og sagði ómögulegt að segja hver hefði smitað hana, elskhugarnir væru of margir, og sennilegast bæri hún ábyrgð á helming sýkinga í Hollywood.

Hún var gift leikaranum John Emery frá 1937 til 1941 en þá yfirgaf hún hann, sagðist aldrei hafa elskað hann og hjónaband hentaði henni engan vegin. Sagðist hún aðeins hafa gifst honum til að róa föður sinn sem þá var orðinn hvorki meira né minna en forseti fulltrúadeildar bandaríska  þingsins. Faðir hennar lést árið 1941 og var vart kólnaður þegar að Talllulah losaði sig við eiginmanninn og sór að gera aldrei aftur viðlíka vitleysu.

Mynd/Getty

Lofaði að taka sig á 

Frægð og frami Talllulah óx með árunum en að sama skapi versnaði heilsan enda voru dagskammtur af tveimur viskíflöskum og 120 sígarettum farin að taka sinn toll upp úr 1950. Ekki aðeins var hún háð áfengi og tóbaki heldur einnig eiturlyfjum.

En Talllulah var hvergi nærri hætt. Þrátt fyrir að vera úr hinu djúpa suðri var hún mikill andstæðingur kynþáttaaðskilnaðar og tjáði sig óspart um stjórnmál allt til dauðadags.

Að því kom að heilsa Talllulah var orðin það slæm að hún lofaði lækni sínum að taka sig á. Hún fór því að blanda viskíið til helminga með engiferöli og reykja sígarettur með filter. Lengra neitaði hún að ganga. Hún hélt þó áfram sínum uppáhaldssið, að ganga um nakin í samkvæmum.

Tallulah var 58 ára þegar að 101 Dalmatíuhundar rataði á hvíta tjaldið. Hún vissi mæta vel hver var fyrirmyndin að Cruellu en tjáði sig aldrei um það opinberlega þótt vinir hennar hafi síðar sagt að henni hafi þótt það bráðfyndið.

Talllulah Bankhead lést úr lungnabólgu árið 1966.

Meðal hennar síðustu orða voru: ,,Mér er alveg sama hvað verður sagt um mig eftir að ég dey. Bara að það verði talað um mig.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“