fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Eign dagsins – Litríkt listaheimili á Laugaveginum

Fókus
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitthvað fágað, konunglegt og nostalgískt við ævintýralega eign sem nú er til sölu við Laugaveg.

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð sem er 82 fermetrar að stærð. Það er kannski ekki stórt en íbúðin verður sérstaklega vegleg út af tæplega þriggja metra lofthæðinni, glæsilegum gipslistum og rósettum.

Húsið var reist árið 1927 og hefur íbúðinni verið viðhaldið svo að upprunalegir eiginlegar fá að njóta sín.

Fyrir áhugamenn um fasteignaviðhald er vert að taka fram að aðeins er ár síðan það var drenað og samkvæmt auglýsingu hefur eigninni verið vel viðhaldið í gegnum árin.

Garðurinn er einnig gróinn og fagur og fullkominn fyrir grillið.

Eignin vekur þó ekki síst eftirtekt vegna þess hvernig seljandi hefur mublerað hana. Djarfir litlir skreyta eignina og þung, hálf konungleg gluggatjöldin gefa íbúðinni ótrúlega óvenjulegan stíl og finnst manni helst sem að maður hafi ferðast aftur í tímann. Gólflistarnir eru sérlega fallegir og krúsídúllur ofarlega á veggjum í stofunni segja fágaðan brag ásamt þeirra fjölmörgu listaverka sem skreyta veggina. Húsgögnin brjóta heldur ekki stílinn og þykir manni jafnvel að sjónvarpið sé það eina sem kemur upp um að myndin sé ekki frá tíma fyrir uppfinningu imbakassans.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV. 

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“