Ljósmyndatæknin var tiltölulega ný á Viktoríutímanum. Um var að ræða nýjan og spennandi miðil sem bauð almenningi upp á fanga stærstu augnablik lífsins.
En það var meira en að segja það að taka ljósmynd. Viðkomandi þurfti að sitja grafkyrr í nokkrar mínútur og jafnvel þótt það tækist þokkalega var alls óvíst um gæði myndarinnar. Það var einnig aðeins á færi hinna efnameiri að leyfa sér slíkan lúxus.
Memento Mori
Almenningur áttaði sig fljótlega á að unnt væri að nýta tæknina til að varðveita minningu látinna ættingja og á nítjándu öld hófu ljósmyndarar að sérhæfa sig í því sem kallað var ,,Memento Mori” ljósmyndum. Ljósmyndum af látnu fólki. Þær hafa verið kallaðar dauðamyndir en orðrétt þýðir hugtakið ,,mundu að þú deyrð.”
Í dag virka þessar ljósmyndir fremur truflandi en því má ekki gleyma að dauðinn var mun nærri fólki á nítjándu öld en í dag. Eðlilegur fylgifiskur daglegs lífs. Flestir létust heima, barnadauði var mikill og flestir gátu ekki búist við að lifa yfir fertugt. Sjúkdómar á við skarlatssótt, mislinga og kóleru grasseruðu og voru lítið annað en dauðadómur á tímum án bólusetninga og sýklalyfja.
Auðveldar í tökum
Ljósmyndun bauð upp á nýja leið til að minnast ástvinar eftir dauðann, sérstaklega barna, og oftar en ekki var þetta eina ljósmyndin sem nokkurn tíma var tekin af viðkomandi. Margar þessara ljósmynda urðu eins og hverjar aðrar fjölskyldumyndir. Stundum voru þær af hinum látna einstakling einum og sér en einnig voru teknar myndir af foreldrum við vöggur látinna barna eða jafnvel með þau í fanginu. Það kom einnig fyrir að teknar voru myndir af allri fjölskyldunni með hinum látna.
Þessar myndir voru ljósmyndurum auðveldari í tökum þar sem augljóslega þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að myndefnið hreyfði sig. Ólíkt öðrum andlitsmyndum, sem teknar voru í ljósmyndastofum, voru þessar myndir venjulega teknar á heimilinu. Sá látni var klæddur í sitt fínasta púss og oft var raðað upp blómum eða táknum dauða og tíma á við stundaglas eða klukku við líkið.
Aðrir kusu að fá ljósmynd þar sem hinn látni virtist á lífi og án allra tilvísana í dauðann.
Sá látni skýrastur
Memento Mori ljósmyndarar urður sérfræðingar i að verða við óskum viðskiptavina sinna. Þeir stilltu upp börnum til að láta sem þau væru í friðsælum blundi til að veita syrgjandi foreldrum huggun.
Stundum voru jafnvel opnuð augu hins látna og sumir ljósmyndarar buðu upp á farða hinn myndefnið til að láta líta svo að viðkomandi lifandi. Þeir komu sér einnig upp alls kyns tækni til að halda líkinu uppi. Það kom fyrir að það tókst svo vel að erfitt er að sjá hver er látinn á fjölskyldumynd, en yfirleitt er sá hinn sami mun skýrari en aðrir enda ekki um neina hreyfingu að ræða.
Hér má sjá nokkrar sláandi ,,dauðamyndir” frá 19. öld.