fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 20:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Blunden var velmegandi kaupmannsfrú í Englandi  á ofanverðri sautjándu öldinni. Henni er lýst sem huggulegri konu af stærð sem á þeim tíma endurspeglaði samfélagsstöðu hennar.

Á þessu tíma var algengt að fólk drykki vatn blandað valmúa við til að slá á verki enda fátt annað í boði. Valmúafræ eru jú í dag notuð til framleiðslu á ópíum, morfíni, kódeini og heróíni en fyrir 350 árum var einfaldlega litið á þau sem kærkomið verkjalyf. Frú Alice var þar engin undantekning.

Árið 1674 varð Alice fyrir því að drekka helst til of mikið af valmúavatninu og féll í dá. Þegar að ekki tókst að vekja hana var kallaður til læknir sem kannaði lífsmörk með að halda spegli við við hennar. Aftur á móti var engan andardrátt að finna og úrskurðaði doktorinn Alice þar með látna.

Eiginmaður Alice var á ferðalagi í viðskiptaerindum en þar sem Alice var afar stór og mikil kona ákvað fjölskyldan að bíða ekki eftir heimkomu eiginmannsins heldur grafa hana með hraði áður en hún byrjaði að rotna. Það var nefnilega vel þekkt að ýldan settist fyrr að því feitari sem einstaklingurinn hafði verið í lifanda lífi, ekki síst í sumarhitunum.

Það sem enginn vissi aftur á móti var að Alice var hreint ekki látin.

Jarðarför

Það kom aftur á móti babb í bátinn þegar velja átti kistu þar sem Alice blessunin passaði ekki í þær sem líkkistusmiðurinn hafði á lager. Ekki var talið ráðlegt að bíða eftir smíði á nýrri og var því Alice troðið með herkjum í of litla kistu. Var ýtt og troðið allt þar til loksins var unnt að festa kistulokið.

Ekkert bendir til þess að nokkur maður hafi vitað af lífsmarki Alice og var hún syrgð af öllum sem til hennar þekktu.

Tveimur dögum eftir jarðarförina voru börn að leik í kirkjugarðinum og brá þeim mjög þegar þeir heyrðu köll og stunur frá gröfinni. Börnin hlupu og sögðu skólastjóra sínum frá sem þá refsaði þeim fyrir ,,lygarnar”. En börnin gáfu sig ekki og daginn eftir ákvað skólastjórinn að kanna hvort eitthvað væri til í frásögn barnanna.

Enn bárust hljóðin frá gröfinni og var nú kistan grafin upp og opnuð. Alice var eðlilega illa haldin eftir veruna í kistunni. Hún var alblóðug, sár og marin eftir að berjast við að komast úr kistunni. Hún átti einnig erfitt með öndun og féll í yfirlið. Í stað þess að kalla til lækni töldu þeir sem grófu upp kistuna að nú væri Alice Blunden látin fyrir alvöru og nú af völdum sára sinna.

Jarðarför númer tvö 

Var því aumingja Alice aftur troðið ofan í kistuna og varðmaður skikkaður til að vaka yfir kistunni, svona til öryggis. Um kvöldið nennti hann aftur á móti hangsinu ekki lengur og fór á nærliggjandi krá, fékk sér öl með félögum sínum og sneri ekki aftur í kirkjugarðinn.

Þegar hugað var að kistunni daginn eftir komst fólk að því, sér til mikils hryllings, að Alice hafði vaknað aftur. Hendur hennar og fætur voru nú mölbrotin eftir tilraunir hennar til að komast úr kistunni og í skelfingu sinni hafði svo að segja rifið af sér andlitið.

En í þetta skiptið var vesalings Alice Bunden látin í raun og sann og var margkannað hvort lífsmark væri með henni áður en hún yrði jarðsett í þriðja skiptið.

Harmi lostinn dró eiginmaður Alice dró alla hlutaðeigandi fyrir dóm, fjölskyldumeðlimi, lækninn og kirkjugarðsstarfsmenn, og krafðist þess að þeir yrðu dæmdir fyrir morð. Allir héldu fram sakleysi sínu og féllst dómari á að jörðun Alice hefði verið óviljaverk þar sem speglaprófið hafði hingað til þótt algjörlega öruggt.

Alice Bunden reyndist undantekningin sem sannaði regluna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár