Það hefur verulega hallað undan fæti fegurðarsamkeppna á síðustu árum. Þegar fjallað er um fegurðarsamkeppnir hér á landi spretta spéfuglar landsins iðulega á fætur og hafa ekki undan að hamra á lyklaborð sín grín og glens um keppnina. Það var að sjálfsögðu raunin þegar Vísir fjallaði um næstu Miss Universe Iceland keppni í gær en keppnin verður haldin þann 24. ágúst næstkomandi í Gamla bíói.
Stærsta varpstað spéfugla hér á landi er án efa að finna á Twitter og fjölmargir þeirra fóru á flug í gær þegar þeir sáu frétt Vísis. Spéfuglarnir flugu sérstaklega hátt vegna myndarinnar sem fylgdi með fréttinni þar sem stelpurnar á henni eru allar ljóshærðar. Við fyrstu sýn héldu því margir að allir keppendurnir í Miss Universe Iceland í ár væru ljóshærðar en þegar nánar er að gáð má sjá að aðeins er hluti keppenda á myndinni.
Þegar blaðamaður kafaði dýpra ofan í málið komst hann að því að það eru ekki allir keppendurnir með ljóst hár, að minnsta kosti tvær af þeim eru með dökkt hár, ein er annað hvort dökkhærð eða á dökkhærða alnöfnu og svo er ein ljós-skolhærð. Kenna má gúrkutíð í almennum fréttum um að lagst var þessa í rannsóknarvinnu.
Ljóst er þó að hinn almenni spéfugl fór ekki í jafnmikla rannsóknarvinnu og blaðamaður gerði, enda var engin þörf á því fyrir þá. Auk þess var hin einsleita mynd með fréttinni það sem var til umræðu.
Hér fyrir neðan má sjá brot af gríninu sem fólk birti á Twitter í gær:
Fjölbreytileikinn í allri sinni dýrð pic.twitter.com/WM1wx7SsjV
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 11, 2022
Þær heita allar Sandra
— Edda Falak (@eddafalak) July 11, 2022
Ég held með þessari ljóshærðu
— Geir Finnsson (@geirfinns) July 11, 2022
fjölbreytilegur hópur í ár pic.twitter.com/9XRxZ3nnl0
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) July 11, 2022
Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa leikið sænskar stúlkur í bandarískum kvikmyndum.
— Óli Gneisti (@OliGneisti) July 12, 2022
Það eru alveg tvær með axlasítt hár og ein með styttra hár en það, sem er óvenjulegt í svona keppni. Svo er nokkuð mismunandi notkun á strípuefni á milli stúlkna.
— Svala Jonsdottir 🇺🇦 (@svalaj) July 11, 2022
Ég fæ bara andlitsblindu
— Maja Loncar (@loncar_maja) July 11, 2022
https://t.co/EvGy7VyJj0 pic.twitter.com/FTXfRoK1Rl
— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) July 11, 2022
Ótrúleg tilviljun að þarna eru á ferðinni þrennar þríburasystur og einnig vill svo merkilega til að þær eru systkinabörn.
— Gisli Örn (@afiminn) July 11, 2022
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) July 11, 2022
Spakur heimspekingur sagði einhverntíman ‘Fegurðarsamkeppni er keppni í að vera mest eins.’
— Snorri Kristjansson (@SnorriKristjans) July 12, 2022
Þetta er frábært! Loksins er það trúlegt að karakterinn skipti öllu þegar sigurvegarinn er valinn 🙂
— Ragnhildur Sverris (@RSverris) July 11, 2022
Þverskurður samfélagsins saman komin að keppa í Miss Universe pic.twitter.com/Vp89LqRsTu
— Ísak Morris (@isakmorris) July 11, 2022
Er þetta tvífarakeppni?
— Ómar Haukss (@oswarez1138) July 12, 2022
en gaman að sjá níbura taka þátt i svona keppni mér finnst níburar ekki fá nægilegt pláss i samfélaginu pic.twitter.com/ufTDJms61W
— slemmi (@selmalaraa) July 11, 2022