fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Paul Rudd hughreysti 12 ára fórnarlamb eineltis

Fókus
Mánudaginn 11. júlí 2022 12:00

Paul Rudd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-stjarnan Paul Rudd er ekki bara vinalegur á hvíta tjaldinu heldur virðist hann vera hreinræktað góðmenni. Leikarinn frétti af því að hinn 12 ára gamli Brody Ridder hafði orðið fyrir því að bekkjarfélagar hans neituðu allir að kvitta í árbókina hans eins og hefð er fyrir í bandarískum skólum.

Færsla móður Ridder vakti athygli á samfélagsmiðlum sem og átakanleg skilaboð sem drengurinn hafði skrifað til sjálfs sín þar sem hann sagðist vonast til þess að hann myndi eignast fleiri vini í framtíðinni.

Drengurinn er mikill aðdáandi Rudd og þegar leikarinn hafði veður af málinu þá hafði hann þegar samband við fjölskyldu drengsins og skipulagði Facetime-símtal þeirra á milli. Þá skrifaði hann Ridder litla bréf og sendi honum áritaðan Ant-Man hjálm en ofurhetjan, sem Rudd leikur, er í miklu uppáhaldi hjá drengnum.

„Það var frábært að tala við þig um daginn. Það er mikilvægt að muna að jafnvel þegar lífið er erfitt þá mun rofa til. Það eru svo margir sem elska þig og finnst þú vera frábær – ég er einn af þeim. Ég get ekki beðið eftir því hvaða frábæru hluti þú munt áorka í framtíðinni, skrifaði Rudd til drengsins en móðir Ridder deildi skilaboðum Rudd á samfélagsmiðla.

Skilaboð frá Rudd til drengsins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram