fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Málverkið sem eyðilagði líf þeirra

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 10. júlí 2022 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið heillandi málverk ,Madame X” er eitt þekktasta málverk heims, málað árið 1884 af bandaríska listmálaranum John Singer Sargent sem búsettur var í París. Fyrirsætan var Virginie Gautreau, bandarísk hástéttardama, gift tvöfalt eldri viðskiptajöfri, einnig búsett í París. 

Málverkið átti að tryggja stöðu þeirra beggja meðal hinna ríku og frægu en þess í stað lagði verkið líf þeirra í rúst. 

Sargent var þegar orðin vel þekktur fyrir list sína og Virginie með ríkari konum Parísarborgar en bæði þráðu þau meira. Sargent hafði ekki náð þeirri viðurkenningu í Frakklandi sem hann dreymdi um og þrátt fyrir að skorta ekki fé leit franska hástéttin að mörgu leyti niður á Virginie þar sem hún var fædd í fátækt og bandarísk í þokkabót. Eftir að faðir hennar dó í hafði móðir hennar selt allar þeirra eigur og flutt frá New Orleans til Parísar í þeirri von að hin gullfallega dóttir næði að lokka auðmann í hjónaband.   

Sargent við mynd sína.

Heillaður af fegurð hennar

Sargent var heillaður af Virginie sem skartaði fílabeinshvítri húð, grönnu mitti, löngum háls og rauðbrúnu hári, og hafði lengi gengið á eftir henni að fá að mála hana. Hann var því alsæll þegar hún samþykkti og hófst þá langt og strangt ferli. Sargent valdi kjólinn og hárgreiðsluna og krafðist þess að mála hana á hlið, sem var nokkuð óvenjulegt. 

Það tók 30 setur og heilt ár að mála verkið og voru þau bæði jafn ánægð með það. Reyndar fullviss um að um slíkt meistarstykki væri nákvæmlega það sem myndi endanlega festa þau bæði í sessi meðal Parísarelítunnar. 

Hlýrahneykslið

En þegar að verkið var sýnt opinberlega urðu móttökurnar allt aðrar og verri. Málverkið þótti klámfengið, ekki síst þar um gifta konu var að ræða. Flegið hálsmál kjólsins og ,,ögrandi” stelling Virginie var meira en almenningur gat kyngt og það með giftingarhringinn á hendi. En það hvað mestri hneykslan olli var hlýrinn á kjól Virginie. Hann var nefnilega ekki á öxl hennar í upprunalegri útgáfu myndarinnar heldur lá hann niður á handlegg. Eins og á hverri annarri vændiskonu, sögðu fjölmiðlar. 

Eiginmaður Virginie og fjölskylda hans voru óð úr bræði og fóru fram á að verkið yrði fjarlægt. Móðir hennar afneitaði henni. Sargent var svo beygður að hann sótti verkið og málaði aftur hinn illræmda hlýra, og nú á öxlinni. Svo pakkaði hann því niður og leit ekki á það í þrjátíu ár. 

Ónýtt mannorð

Sargent sá sér ekki annað fært en að yfirgefa Frakkland og halda til London. Hann átti aldrei aftur eftir að takast á við verk á við ,,Madame X”.  Virginie Gautreau fór samt mun verr út úr hneykslinu. Hún bjó áfram í París en mannorð hennar svo að segja ónýtt og var hún hundsuð meðal fína fólksins. 

Til vinstri er útgáfan sem við þekkjum í dag en til hægri má sjá þá upprunalegu.

Smám saman gleymdist Virginie. Maður hennar skildi við hana og bjó hún ein síðustu árin. Sumir segja að hún hafi svo grátið glataða fegurð að hún hafi látið taka niður alla spegla á heimili sínu og aðeins farið út eftir að rökkva tók. Hún lést árið 1915.  

Árið 1916 seldi Sargent Metropolitan safninu verkið en bað um að nafn Virginie Gautreau kæmi hvergi fram. Þess í stað bað hann um að verkið yrði aðeins og alltaf merkt sem ,,Madame X”

Verkið er talið ómetanlegt til fjár í dag. Það hefur verið notað sem innblástur í bókmenntir, kvikmyndir og tísku og heillar enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi