fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Eign dagsins – Fáguð fegurð í Urriðaholti

Fókus
Föstudaginn 3. júní 2022 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eign dagsins í dag er ótrúlega glæsilegt parhús sem er staðsett miðsvæðis í Urriðaholtshverfinu í Garðabæ. Enginn ætti að glíma við innilokunarkennd þarna þar sem lofthæðin er mikil og stórir gluggar hleypa birtunni vel inn. Svo skemmir ekki fyrir að húsið er 227 fermetrar að stærð, en þar af er bílskúrinn 40 fermetrar.

Húsið stendur hátt og er því fallegt útsýni bæði í suður og vestur átt. Á efri hæð eignar máf inna forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, gestabaðherbergi, svalir og bílskúr. Þegar komið er á neðri hæðinni má þar finna sjónvarpshol, þrjú barnaherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús.

Hjónaherbergið á neðri hæð er svokölluð hjónasvíða og þaðan er gengið inn í fataherbergi og inn af því er baðherbergi.

Bílaplan er hellulagt með hitalögn og svo er hellulögð verönd í bland við 70 fermetra timburpall með skjólgirðingu. Garðurinn var hannaður af arkitekt hjá Hark arkitektum og hönnun.

Samkvæmt fasteignaauglýsingu er húsið í tveggja mínútna göngufjarlægð við skóla og leikskóla og þarf ekki að fara yfir götu. Einnig eru veitingastaðir og verslanir í göngufjarlægð og í næsta nágrenni er golfvöllur, útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilsstaðarvatn og Urriðakotsvatn.

Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt