Hún er ekki stór risíbúðin sem nú er til sölu á Vitastíg í miðborginni, en eins og flestir vita þá mega sáttir sitja þröngt.
Um er að ræða litla íbúð í 100 ára gömlu húsi, en íbúðin er aðeins um 37,8 fermetrar, og skiptist hún í forstofu, hol, eldhús/stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Í klassískum risíbúðastíl er mikill hluti íbúðarinnar undir súð og því hentug eign fyrir lágvaxna þar sem þeir munu njóta sín þar betur en þeir hávöxnu. Eins er þetta hentug fyrsta íbúð þar sem verðmiðinn, eða ásett verð, er aðeins 34,9 milljónir, sem þykir í lægra lagi miðað við markaðinn í dag.
Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV