Leikarinn Guðmundur Felix vakti athygli á Twitter í gær þegar hann deildi leiðbeiningum fyrir endaþarmsstílana Panodil Junior, en þar kemur fram að setja eigi stílana inn í endaþarminn með flata endann á undan.
„Vissu allir þetta bara???,“ spurði leikarinn.
Vissu allir þetta bara??? pic.twitter.com/ZN0ktl01z5
— Guðmundur Felixson (@GummiFel) June 13, 2022
Svörin létu ekki standa á sér.
Alls ekki – hef átt börn í 10 ár!
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 13, 2022
Ég er í andlegu áfalli
— Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir (@StefaniaVopn) June 13, 2022
Var búin að vera foreldri mjög lengi þegar ég komst að þessu. Hef vísvitandi hundsað þetta síðan.
— Anna! (@annavignisd) June 14, 2022
Ég vissi þetta eftir að hafa unnið á hjúkrunarheimilum, en nota alltaf í hina attina því mér finnst það auðveldara og þeim þæginlegra – bæði á aldraða og börnin.
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) June 13, 2022
Einn kom með hjálplegar leiðbeiningar til að aðstoða við að muna hvernig stílarnir snúa.
Vinur minn sem er lyfjafræðingur sagði við mig svo eftirminnilega: „Stíll er ekki eldflaug“ 🚫🚀
og þannig hef ég munað þetta— Gísli Már (@gislimar) June 13, 2022
Stíla umræðan vakti þó nokkra lukku. Eða ólukku eftir atvikum.
Munum að snúa böttplöggunum öfugt þegar við setjum þau inn. Böttplögg er ekki eldflaug!
— Árni Torfason (@arnitorfa) June 14, 2022
Heitasta umræðuefni gærdagsins var hvernig skal troða stílum upp í endaþarm, ég vona svo innilega að dagurinn í dag verði betri mbkv
— Bríet "Sexy Baby" Jóhannsdóttir (@refastelpa) June 14, 2022
Man eftir þráð um þetta á mæðratips fyrir svona 3-4 árum og það voru HEITAR umræður en já flati endinn á undan er bara til að minnka líkurnar á að stíllinn skjótist út aftur. https://t.co/9VqN0afOf3
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) June 14, 2022
Samkvæmt greinum sem Fókus fann á netinu virðast ekki allir á einu máli um hvernig stílar eigi að snúa á leiðinni inn. Flati endinn sé hentugur til að ýta inn með fingrinum en hins vegar hafi árið 1991 verið birt rannsókn sem breytti afstöðu hjúkrunarfræðinnar á einni nóttu. Höfundar rannsóknar komu með þá kenningu að auðveldara væri að halda stílunum inni í endaþarminum ef flati endinn fer inn fyrst. Þetta sé vegna þess að þegar hringvöðvinn í endaþarminum þrýsti á oddhvassa enda stílsins þá sogist hann upp ef flati endinn fer á undan. Hins vegar séu einnig rök fyrir því að oddhvassi endinn fari fyrst inn. Það sé þægilegra og geti líka auðveldað endaþarminum að leysa stílinn upp.
Fókus kannaði nokkrar mismunandi leiðbeiningar fyrir endaþarmsstílum og bar þeim ekki saman um hvernig stílarnir eigi að snúa.
Svo þó svo að Panodil leiðbeiningarnar segi flati endinn fyrst, virðist allur gangur vera á því. Fólk velur þá aðferð sem hentar því betur.