fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Systurnar veita Úkraínumanni í sprengjubyrgi ró og frið – Lofsamleg ummæli aðdáenda veita von

Fókus
Mánudaginn 9. maí 2022 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rúmur sólarhringur í Eurovision-veislan bresti á í allri sinni dýrð. Systurnar, Sigga, Elín og Beta, stíga á stokk í fyrri undanrásariðlinum á morgun ásamt bróður sínum Eyþóri. Segja má að Íslendingar hafi sjaldan haft eins hóflegar væntingar til keppninnar enda hafa sérfræðingar og veðbankar sagt frá upphafi að meiri líkur en minni séu á því að Íslendingar sitji eftir í undanrásunum.

Alls munu 17 lönd stíg á stokk annað kvöld og tíu efstu í kosningunni munu komast áfram í úrslit. Á veðmálasíðunni Oddschecker kemur fram að Ísland sé núna í 12.sæti af lögunum 17 og er stuðullinn 2,62 á því að lagið komist áfram.

Telja veðbankar að laga Úkraínu og Grikklands séu nánast örugg áfram í úrslitin og miklar líkur séu á því að Norðmenn og Hollendingar fylgi þeim þangað. Þá virðast Armenar, Portúgalir, Albanir og Moldóvar líklegir en síðustu lögin inn í úrslit, að mati veðbanka, ættu að vera Lettar og Svisslendingar.

Þá kvikna ákveðnar áhyggjur ef skoðaðar eru áhorfstölur á opinberum Youtube-aðgangi Eurovison-keppninnar. Þar skara Úkraínumenn fram úr með tæplega 5 milljónir áhorfa á sitt myndband en Ísland er aðeins í 33. sæti af þátttökulöndunum fjörtíu.

Ljósið í myrkrinu, og það sem ætti að kveikja von í hjörtum íslenskra Eurovision-aðdáenda eru lofsamleg orð sem hlustendur láta falla um lag Íslands í athugasemdakerfinu.

Þannig lofsama hlustendur þá ákvörðun Systranna að syngja lagið á íslensku „enda er það fallegasta norðurlandamálið“ eins og einn smekkvís hlustandi orðar það. Þá hafa fjölmargir orð á því að lagið sé afar róandi og allt að því seiðandi fallegt.

Ummælin sem munu þó snerta streng í hjörtu Íslendinga koma frá Úkraínumanninum Oleksii Suprun sem segist vera búsettur í Kyiv.

„Þetta hljómar kannski óhugnalega en þar sem ég sit í sprengiskýli í felum fyrir loftárásum þá hefur þetta lag mjög róandi áhrif á mig, það hjálpaði mér að sofa nokkuð óhugnalega. Þar sem þið eruð í undanrásunum [ásamt Úkraínu] þá er atkvæði mitt ykkar, ég vona að ég geti kosið. Ég skil ekki eitt einasta orð í íslensku en þetta er töfrandi,“ segir Suprun.

Hér að neðan eru tekin saman fleiri lofsamleg ummæli um íslenska lagið og ljóst er, sama hvernig fer, að íslenska lagið og flytjendurnir hafa eignast fjölmarga aðdáendur.

„Þetta er meistaraverk. Falleg tónlist, töfrandi Íslands og þrjár magnþrungnar raddir. Þetta mun gera mun betur en aðdáendur halda.“

„Þetta gæti orðið senuþjófur keppninnar í ár. Fólk á eftir að falla í stafi þegar það upplifir lagið í fyrsta sinn í Tórínó. Takk Íslendingar fyrir að senda þetta fallega meistaraverk.“

„Að hlusta á þetta lag sem Þjóðverji gerir mig afbrýðissaman. Þýskaland sendir litlaus popplög ár eftir ár á meðan Ísland er að búa sér til einstæða ímynd í Eurovion. Sjáið bara hvað þau sendu árið 2019 og til ársins í ár, Hatari og svo þetta, þvílík tónlistar fjölbreytni. Ísland reynir á mörk tónlistarinnar ár eftir ár en býður samt upp á ótrúleg gæði. Ég er rosalega til í þetta. Haldið áfram að vera svona áhugaverð, haldið áfram að vera svona svöl. Ef Ísland kemst í úrslitin þá fær þetta lag mitt atkvæði.“

Hér má sjá myndband af flutningi Systranna og lesa fleiri ummæli aðdáenda sem öll eru lofsamleg:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Í gær

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set