fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Alexsandra selur slotið í Garðabænum – „Það eru stórar breytingar í gangi“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. maí 2022 14:50

Myndir: Alexsandra/Instagram og Gunnar Örn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Alexandra Bernharð er búin að setja íbúðina sína á sölu. Hún vekur athygli á þessu á Instagram-síðu sinni en þar segir hún að ástæðan fyrir flutningunum séu „stórar breytingar“ hjá fjölskyldunni.

„Ég er með risastóran hnút í maganum. Það eru stórar breytingar í gangi hjá litlu fjölskyldunni og því erum við að selja fallegu íbúðina okkar í Garðabænum,“ segir hún. „Gæti ekki mælt meira með en okkur hefur liðið svo vel hérna seinustu 3 árin! Búin að gera hana að mestu leyti upp og er hún nálægt allri þjónustu og leikskólum – í mjög rólegri götu!“

Íbúðin sem um ræðir er á annarri hæð í 3. hæða fjölbýli sem byggt var árið 1979. Hún er alls 112,7 fermetrar að stærð en þar af er bílskúrinn skráður 16,2fm.

„Komið er inn í forstofu og á hægri hönd er eldhús. Þegar komið er inn úr forstofu þá er stofa á hægri hönd en á vinstri hönd var bætt við þriðja svefnherberginu sem í dag er nýtt sem vinnurými. Hitt barnaherbergið kemur þar við hliðina og svo baðherbergi og hjónaherbergi. Á jarðhæð er læst geymsla 6,1 fm og sameiginlegt þvottahús sem og hjóla og vagnageymsla,“ segir í lýsingu eignarinnar hjá RE/MAX.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af íbúðinni:

Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn
Mynd/Gunnar Örn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?