Áhrifavaldurinn Alexandra Bernharð er búin að setja íbúðina sína á sölu. Hún vekur athygli á þessu á Instagram-síðu sinni en þar segir hún að ástæðan fyrir flutningunum séu „stórar breytingar“ hjá fjölskyldunni.
„Ég er með risastóran hnút í maganum. Það eru stórar breytingar í gangi hjá litlu fjölskyldunni og því erum við að selja fallegu íbúðina okkar í Garðabænum,“ segir hún. „Gæti ekki mælt meira með en okkur hefur liðið svo vel hérna seinustu 3 árin! Búin að gera hana að mestu leyti upp og er hún nálægt allri þjónustu og leikskólum – í mjög rólegri götu!“
Íbúðin sem um ræðir er á annarri hæð í 3. hæða fjölbýli sem byggt var árið 1979. Hún er alls 112,7 fermetrar að stærð en þar af er bílskúrinn skráður 16,2fm.
„Komið er inn í forstofu og á hægri hönd er eldhús. Þegar komið er inn úr forstofu þá er stofa á hægri hönd en á vinstri hönd var bætt við þriðja svefnherberginu sem í dag er nýtt sem vinnurými. Hitt barnaherbergið kemur þar við hliðina og svo baðherbergi og hjónaherbergi. Á jarðhæð er læst geymsla 6,1 fm og sameiginlegt þvottahús sem og hjóla og vagnageymsla,“ segir í lýsingu eignarinnar hjá RE/MAX.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af íbúðinni: