fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 22. maí 2022 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ríflega tvær aldir eða frá fimmtándu öld og fram á þau sautjándu fóru fram sturlaðar ofsóknir gegn meintu galdrafólki og er áætlað að yfir 50.000 manns hafi verið tekin af lífi fyrir kukl í Evrópu og Bandaríkjunum. Af því voru 70% konur sem gátu átt von á því að fá á sig galdrastimpil fyrir um það bil hvað sem var hversu sturluð sem ástæðan kann að hljóma.  

Rebecca Nurse var 71 árs gömul amma og langamma í Salem, þar sem galdrafárið reið hvað mest húsum í Bandaríkjunum. Nokkrar stúlkur í bænum sögðust fá æðisköst þegar Rebecca talaði eða hreyfði hendurnar og var hún dregin fyrir dóm. Rebecca var vel virt og jafnvel dómarinn átt bágt með að trúa samneyti við Satan upp á gömlu konuna og dæmdi hana saklausa. Stúlkurnar urðu bálreiðar og kröfðust þess að hún yrði yfirheyrð frekar og varð dómari við því. Rebecca blessunin var aftur á móti heyrnarskert og heyrði ekki spurninguna. Var þögn hennar tekin sem játning og var Rebecca tekin af lífi. 

Sarah Cloyce var ekki grunuð um kukl en systur hennar voru það aftur á móti. Þegar þær voru dæmdar sekar fauk í Söruh sem rauk út úr réttarsalnum og skellti á eftir sér. Slík hegðan var aftur á móti talin vera beint frá fjandanum komin og Sarah dregin fyrir rétt, ásökuð um að vera andsetin. Hún var þó á endanum sýknum en barðist til æviloka fyrir að hreinsa nafn systra sinna sem höfðu verið teknar af lífi.

Rachel Clinton var 10 ára þegar að faðir hennar dó og móðir hennar sat bláfátæk eftir með fimm ungar dætur. Rachel giftist ekki fyrr en hún var orðin 36 ára en maður hennar hélt framhjá með vinnukonunni og stakk af úr hjónabandinu með aleigu hennar. Rachel neyddist því til að sjá fyrir sér með betli. Eðlilega hlýtur Rachel að hafa verið frekar súr yfir örlögum sínum. Fýlusvipurinn á henni var aftur á móti tekin sem tákn þess að hún væri norn og var henni stungið í steininn árið 1692. Þar mátti aumingja Rachel dúsa í rúmt ár áður en henni var hent allslausri út á götuna þar sem hún lést örfáum árum síðar í algjöru volæði. 

Ein af hverjum 200 konum fæðist með þriðju geirvörtuna og þykir það varla saga til næsta bæjar. Nema á tímum galdaofsókna þegar að þriðja geirvartan var kölluð ,,tútta djöfulsins” og talið að púkar sygu þaðan djöflavökva. Fjöldi kvenna var ásakaður um galdra fyrir það eitt að hafa þriðju geirvörtuna og sama mátti segja um fæðingabletti. Hinrik VIII notaði einmitt þriðju geirvörtu Ann Boleyn drottningar sinnar sem afsökun fyrir að láta taka hana af lífi. 

Susannah Martin hafði staðið í langvarandi deilum um landamörk við nágranna sína þegar hún var dregin fyrir dómara, ásökuð um galdra árið 1692. Þegar henni var lesin ákæran gat hún ekki annað en hlegið enda grunaði hana að grannarnir stæðu að baki ákærunni. Hláturinn var aftur á móti talin næsta öruggt merki um djöfulskap hennar og var Susannah hengd ásamt fyrrnefndri Rebeccu. 

Bridget Bishop var fyrsta konan til að vera tekin af lífi í galdrafárinu í Salem. Hún var þrígift og höfðu tveir fyrri manna hennar látist, sem þó var engin nýlunda á þessum árum. En þegar ofan á það bættist skortur á virðingu fyrir yfirvöldum og ást á slúðri horfðu málin öðruvísi var. Það varð Bridget endanlega að falli að klæðast alltaf svörtu og var hún því hengd í næsta tré.

Wilmot Redd mun hafa verið geðstirð eldri kona og gekk sú saga um að geðvonska hennar gæti breytt ferskri mjólk í súra. Svo vildi til að maður hennar gat ekki séð fyrir þeim svo að Wilmot hóf að selja smjör og mjólk til að vinna sér inn nokkra aura. Hvort sem um var að ræða kæruleysi eða gleymsku vegna hás aldurs reyndust sumar afurðirnar hafa súrnað. Bæjarbúar töldu ekki frekari sannana þörf, Wilmot hlaut að vera norn, og var hún tekin af lífi. 

Elizabeth Howe hafði verið sýknuð af galdraákæru árið 1682 en áratug síðar var hún aftur ákærð. Hún hafði lent í rifrildi við nágranna sína og skömmu síðar kvartaði dóttir nágrannana um flog og verkjaköst. Talið var morgunljóst að Elisabeth stæði að veikindunum og var hún hengd. 

Maria Bertoletti Toldini var sextug ekkja sem bjó í bænum Brentonico á Ítalíu. Árið 1716 þegar hún dæmd fyrir galdra og meðal ákæruliða var að hafa lagt álög á akra bæjarbúa, morð á börnum og að hafa jafnvel hent fimm ára barni ofan í ker, fullu af bráðnum osti. Reyndar var hvert einasta slys og barnslát í bænum eignað henni, meðal annars ostaslysið. Hún var hálshöggvinn og lík hennar brennt á torgi bæjarins. Hún hlaup ekki uppreist æru fyrr en 2015 þegar að íbúar Brentonico ályktuðu að um falskar ákærur hefði verið að ræða, byggðar á deilum um arf. 

Sarah Good sást í útréttingum í bænum, talandi hljóðlega við sjálfa sig. Það var talið tákn um náin samskipti hennar við skrattann, hvern annan gat um verið að ræða, og þrátt fyrir að vera ólétt var Sarah dregin fyrir dóm. Hún var dæmd sek og látin sitja í fangelsi þar til að fæðingu barnsins kom. Var hún þá dregin út til hengingar. Hún beindi sínum síðustu orðum að dómaranum, síra Nicholas Noyes, og óskaði honum blóðs að drekka. Tuttugu og fimm árum síðar lést presturinn eftir að hafa hóstað svo svakalega að hann drukknaði í eigin blóði. Svo kannski var Sarah Good norn eftir allt saman. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“