fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 20. maí 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið var enn í frumbernsku þegar að Sharon Lopatka uppgötvaði hvernig hún gæti uppfyllt kynlífsfantasíur sínar á áður óþekktan hátt. Og grætt á því í leiðinni. Árið 1996 var hin 34 ára gamla Sharon komin með alls kyns vörur og þjónustu í sölu undir hinum ýmsu dulnefnum. Hún bauð upp á textagerð, rak vefsíðu um innanhússhönnun og auglýsti þjónustu sína sem miðill og spákona auk þess að selja töfraseyði til alls kyns nota.  

En helsta tekjulindin voru klámmyndbönd sem tengdust ýmis konar blæti eða grófu ofbeldi gegn konum, yfirleitt meðvitundarlausum. Sharon seldi einnig óhreinar nærbuxur af sér og bauð upp á gerð hálftíma myndbanda þar sem hún gerði hvaðeina sem kaupandinn óskaði og rukkaði einungis 100 dollara fyrir. 

Því má bæta við að Sharon var gift og virtist eiga ósköp venjulegt fjölskyldulíf í Maryland í Bandaríkjunum. 

Spjallrásirnar

Sharon var virk á spjallrásum af dekkri gerðinni. Hún óskaði meðal annars eftir karlmanni til að fóðra hana (feeder) þar til hún yrði hjálparvana af fitu og kvaðst myndi flytja til viðkomandi. Hún tók fram að viðkomandi yrði að vera einhleypur því hún vildi ekki hafa það á samviskunni að eyðileggja hjónaband. Hún fann aftur á móti ekki heppilegan fóðrara.

Útskrftarmynd af Sharon úr menntaskóla

Sharon gekk enn lengra og setti inn á spjallrásir að hún væri heilluð af tilhugsuninni að vera pyntuð til dauða. Töluverður fjöldi fólks spjallaði við hana um þessa helsjúku fantasíu og hitti hún meira að segja einn þessara manna. En þegar að hann uppgötvaði að henni var full alvara bað hann hana um að yfirgefa heimilis sitt hið snarasta. 

Dauðaóskin

Í ágúst 1996 hitti Sharon svo hin 45 ára gamla tölvunarfræðing Robert Frederick Glass á spjallrás um klám. Robert þessi bjó í hjólhýsi í Norður Karólínu og á aðeins sex vikum skiptust þau á um 900 tölvupóstum sem allir innihéldu umræður um klám og ofbeldi. 

Meðal þessara tölvupósta var að finna ósk Sharon um að vera pyntuð til dauða og spurði hún Robert hvort hann væri til í að taka það að sér. Robert svaraði því játandi og útskýrði svo í smáatriðum hvernig hann myndi pynta hana, beita kynferðisofbeldi og svo myrða. 

Robert Glass
Mynd/YouTube

Fimm mánuðum áður en Sharon og Robert fundu hvort annað á netinu hafði eiginkona Robert, Sheri, hent honum út af heimili þeirra og þriggja barna þeirra. Sheri hafði verið óánægð með hve miklum tíma eiginmaður hennar eyddi á netinu og ákvað að kanna sjálf hvað hann væri að sýsla. Hún fann ekki grófasta efnið, það var vel falið, en samt sem áður nógu mikið til að henda manni sínum á dyr. Hún sagði síðar að hana hefði aldrei grunað hvaða mann Robert hefði að geyma. Hann hefði aldrei í 15 ára hjónabandi þeirra sýnt af sér hegðun sem gaf til kynna það óeðli sem hann bjó yfir. 

Þann 13. október 1996 steig Sharon upp í lest og tólf tímum síðar var hún komin til Norður Karólínu þar sem Robert tók á móti henni.  

Hjóhýsið

Sharon skildi eftir miða fyrir eiginmann sinn sem á var skrifað að hún myndi aldrei koma aftur, hún væri farin að láta draum sinn um pyntingar og dauða verða að veruleika. Hún bað mann sinn ennfremur að þegja yfir þessu og ekki undir neinum kringumstæðum reyna að finna manninn sem hún væri að fara að hitta. Og ef að lík hennar fyndist aldrei væri það hið besta mál því hún hefði dáið hamingjusöm. 

Sharon Lobatka um það leyti sem hún var í sambandi við Robert á netinu

Eiginmanni Sharon var eðlilega brugðið og hafði samband við lögreglu sem fann tölvupóstsamskiptin. Lögregla hóf strax eftirlit með hjólhýsi Roberts en nokkrir dagar liðu án þess að nokkuð bólaði á Sharon. Var þá fengin húsleitarheimild og fann lögregla reipi, fíkniefni og mikið magn klámefnis, meðal annars barnaníðsefni. Einnig fannst skammbyssa. Því næst var farið út og byrjað að grafa í kringum hjólhýsið. Ekki þurfti að fara langt né grafa djúpt áður en lík Sharon fannst og áætlaði meinafræðingur að hún hefði verið látin í þrjá daga. 

Dómur

Robert reyndist hafa mikið magn klámefnis í tölvu sinni og þá aðallega barnaníð. Hann játaði sig sekan um vörslu á barnaníðsefni og fékk 27 mánaða dóm fyrir. 

Málið var aftur á móti flóknara þegar kom að láti Sharon. Það fundust engir áverkar á líkinu hvað þá eitthvað sem benti til pyntinga. Robert hélt því staðfastlega fram að hann hefði ekki myrt Sharon, þrátt fyrir alla tölvupóstana þess efnis. Þau hefðu aftur á móti stundað gróft kynlíf sem hefði falið í sér að hann hefði sett nælonreipi um háls Sharon. Hefði hún óvart kafnað við þessa kynlífsathöfn. Aftur á móti var enga áverka að finna á hálsi Sharon, ekki svo mikið sem marblett, hvað þá ummerki um reipi.  

Í fyrstu var Robert ákærður fyrir morð en á endanum játaði hann á sig manndráp og í janúar árið 2000 var hann dæmdur til þriggja til fimm ára fangelsisvistar. Robert Glass átti hins vegar ekki eftir að njóta frelsisins aftur því hann lést úr hjartaáfalli tveimur árum síðar. 

Fjölskylda og vinir Sharon Lopatka fengu áfall þegar þeir heyrðu af leynilífi hennar á netinu. Hún var sögð hafa verið eins venjulega og hægt væri að ímynda sér, glaðlynd og hjálpsöm húsmóðir í úthverfi. 

Enn þann dag í dag veit enginn með hvaða hætti samskipti Robert Glass og Sharon Lopatka voru þessa þrjá daga í hjólhýsinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu