Aðdáendur söng- og leikkonunnar Jessicu Simpson hafa áhyggjur af stjörnunni eftir að hún birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún auglýsir ofnæmislyfið Flonase.
Söngkonan, 41 árs, er sögð vera „öll á iði“ og „tala óskýrt“ í myndbandinu, sem hún deildi í Instagram Story á þriðjudaginn. Hún virtist gjóta augunum reglulega að handriti og sagðist hafa notað ofnæmislyfið í „mörg ár.“
Samstarfið hefur vakið mikla athygli, þá aðallega vegna hegðunar Jessicu sem hefur verið lýst sem „sérkennilegri.“
„Sársaukafullt að horfa á þetta,“ sagði einn aðdáandi við Instagram-færslu Jessicu.
„Flonase, vinsamlegast fáið atvinnumann í þetta næst. Þetta var vandræðalegt,“ sagði annar.
„Vá, næst skaltu annað hvort hafa handritið í augnhæð eða læra það utan af, þetta var hræðilegt,“ sagði einn gagnrýnandi.
„Ég vona að það sé í lagi með þig, þú virðist vera á einhverju. Klárlega sérkennileg hegðun,“ sagði áhyggjufullur aðdáandi.
Jessica hefur ekki svarað áhyggjum aðdáenda sinna. Hún fagnaði fjögurra ára edrúafmæli í nóvember í fyrra.
Sjá einnig: Hætti að drekka fyrir 4 árum og birtir átakanlega mynd frá þeim degi