fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

„Sérkennilegt“ myndband Jessicu Simpson veldur aðdáendum áhyggjum

Fókus
Föstudaginn 22. apríl 2022 11:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur söng- og leikkonunnar Jessicu Simpson hafa áhyggjur af stjörnunni eftir að hún birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún auglýsir ofnæmislyfið Flonase.

Söngkonan, 41 árs, er sögð vera „öll á iði“ og „tala óskýrt“ í myndbandinu, sem hún deildi í Instagram Story á þriðjudaginn. Hún virtist gjóta augunum reglulega að handriti og sagðist hafa notað ofnæmislyfið í „mörg ár.“

Samstarfið hefur vakið mikla athygli, þá aðallega vegna hegðunar Jessicu sem hefur verið lýst sem „sérkennilegri.“

„Sársaukafullt að horfa á þetta,“ sagði einn aðdáandi við Instagram-færslu Jessicu.

„Flonase, vinsamlegast fáið atvinnumann í þetta næst. Þetta var vandræðalegt,“ sagði annar.

„Vá, næst skaltu annað hvort hafa handritið í augnhæð eða læra það utan af, þetta var hræðilegt,“ sagði einn gagnrýnandi.

„Ég vona að það sé í lagi með þig, þú virðist vera á einhverju. Klárlega sérkennileg hegðun,“ sagði áhyggjufullur aðdáandi.

Jessica hefur ekki svarað áhyggjum aðdáenda sinna. Hún fagnaði fjögurra ára edrúafmæli í nóvember í fyrra.

Sjá einnig: Hætti að drekka fyrir 4 árum og birtir átakanlega mynd frá þeim degi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“