fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Björn setur höllina á Arnarnesinu á sölu – Vill fá 220 milljónir fyrir hana

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. apríl 2022 17:15

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Hólmþórsson, einn af stofnendum hollenska fjártæknifyrirtækisins Five Degrees, hefur sett höllina sína á Arnarnesinu í Garðabænum á sölu en um er að ræða afar glæsilegt 367 fermetra einbýlishús.

Einbýlishúsið er staðsett á á 1.671 fermetra eignarlóð með útsýni. Samkvæmt lýsingu eignarinnar á Fasteignaleitinni er mikil lofthæð í öllu húsinu en innihurðir í því eru 2,35 metrar á hæð. Gólfefni hússins eru annars vegar vandaðar granítflísar en hins vegar gegnheilt Yberaro parket. Tvö baðherbergi eru í húsinu og fjögur svefnherbergi.

Ljóst er að hægt er að hafa það virkilega huggulegt í húsinu þar sem í því er spa aðstaða með heitum potti og góðri sturtu. Í stofunni er svo að finna granítlagðann arinn en útgengt er á svalir úr stofunni.

Eignin er sett á 220 milljónir króna, fermetraverðið á því ásetta verði er tæplega 600 þúsund. Á Fasteignaleitinni er hægt að sjá fyrri kaupverð á eignum sem eru til sölu en Björn keypti sína eign samkvæmt þeim upplýsingum á 86.500.000 krónur í apríl árið 2012. Var það nokkuð undir fasteignamatinu sem þá var 90.850.000 krónur.

Í dag er fasteignamat eignarinnar 144.700.000 og er ásett verð því töluvert yfir því – sem er nokkuð algengt á fasteignamarkaðnum í dag.

Myndir af eigninni má sjá hér fyrir neðan en nánari upplýsingar og fleiri myndir er hægt að finna á Fasteignaleitinni.

Mynd/Fasteignaljósmyndun

 

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?