Finnski áhrifavaldurinn Sara Puhto heldur úti vinsælli Instagram-síðu, @SaggySara, þar sem hún sýnir muninn á raunveruleikanum og uppstilltum glansmyndum.
Hún er með tæplega 400 þúsund fylgjendur á miðlinum og hefur í gegnum árin reglulega vakið athygli fjölmiðla á borð við BuzzFeed, The Sun, Elite Daily og Metro.
Sara deilir yfirleitt tveimur myndum hlið við hlið. Á fyrri myndinni sýnir hún það sem við sjáum oft á samfélagsmyndum, glansmyndir þar sem lýsing, stelling og sjónarhorn er úthugsað. Á seinni myndinni sýnir hún hvernig líkami hennar er í raun og veru, þegar hún er í afslappaðri stellingu í venjulegri lýsingu.
Hún hefur fengið mikið lof fyrir myndirnar sínar. Mörgum þykir kominn tími á að við segjum skilið við glansmyndina því hún hefur neikvæð áhrif á sjálfsímynd fólks, sérstaklega ungra kvenna.
Sjáðu nokkrar færslur hér að neðan.