fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Þær misstu vitið á sama tíma – Undarleg og óhugnaleg saga sænsku tvíburasystranna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. apríl 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tengsl tvíbura hafa löngum vakið forvitni enda hefur vísindaheiminum aldrei tekist að koma með haldbæra skýringu. Sænsku tvíburasysturnar Ursula og Sabina Erikson deildu magnaðri og óhugnanlegri tengingu sem átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. 

Ekki tókst að koma í veg fyrir að Ursula hlypi fyrir flutningabíl.

Heimsókn yfir Atlantshafið

Sagan hefst í maí 2008 þegar að Ursula, sem bjó í Bandaríkjunum, flaug til Sabinu sem bjó á Írlandi. Ursula hafði aðeins verið nokkra klukkutíma í landinu þega systurnar laumuðust út  og tóku ferju til Liverpool á Englandi.

Þar leituðu þær uppi lögreglu og sögðust vera með áhyggjur af barni Sabinu sem hún hafði skilið eftir ásamt barnsföður sínum í Írlandi. Lögreglan í Liverpool gat illa skilið af hverju þær hefðu tekið sér ferð til Englands til að tilkynna það en hafði samband við barnaverndaryfirvöld í Írlandi. Þegar það var búið að staðfesta að allt væri í lagi með barnið fóru systurnar um borð í rútu sem var á leið til London.

Ursula var mölbrotin neðan mittis.

Hegðun systranna í rútunni var mjög sérkennileg. Þær neituðu að ganga frá farangri og urðu sífellt æstari. Á endanum stoppaði bílstjórinn á bensínstöð og vísaði tvíburunum úr rútunni. Starfsfólk bensínstöðvarnar tók eftir furðulegri hegðun kvennanna og kallaði til lögreglu. Lögregla talaði við systurnar en taldi að það stafaði ekki af þeim hætta og yfirgaf því bensínstöðina.  Systurnar ákváðu að ganga til London eftir M6 sem er ein fjölfarnasta hraðbraut Bretlands. M6 er engan veginn ætlaður gangandi fólki auk þess sem konurnar gengu reglulega út á hraðbrautina og tilkynntu áhyggjufullir ökumenn lögreglu um ástandið.  

Algjör glundroði

Lögreglan hraðaði sér á svæðið vitandi af fólki vafrandi við hraðbrautina. Svo vildi til að sjónvarpstökulið var á ferð með lögreglunni og náðust upptökur af því sem næst gerðist.

Systurnar voru ómeiddar en afar æstar og gekk illa að róa þær. Allt í einu tók Ursula á rás út á hraðbrautina og í veg fyrir flutningabíl. Lögreglan horfði með hryllingi á Ursulu hverfa undir trukkinn og áður en nokkur náði að átt sig hafði Sabina elt systur sína. Sabina varð samstundis fyrir fólksbíl. 

Sabina sakaði sjúkraflutningafólk að ætla að stela líffærum sínum.

Algjör glundroði hafði nú skapast. Þótt ótrúlegt megi virðast voru báðar systurnar á lífi en mikið slasaðar. Þrátt fyrir að vera mölbrotin fyrir neðan mitti barðist Ursula gegn allri hjálp og öskraði ítrekað á lögreglumenn að þeir væru ekki raunverulegir. Sabina var meðvitundarlaus í fimmtán mínútur og þegar hún komst til meðvitundar tókst henni á einhvern ótrúlegan hátt að hlaupa aftur út á hraðbrautina. Vegfarendum tókst að stöðva hana og koma henni í hendur lögreglu sem sögðu hana hafið búið yfir ótrúlegum styrk. Það þurfti fjölda lögreglumanna til að halda Sabinu sem öskraði stanslaust að það væri verið að stela úr henni líffærum. 

Sjúkrabílar voru nú mættir á svæðið, sprautuðu bráðaliðar Sabinu niður, og fóru með systurnar á sjúkrahús. 

Eftir að hafa gert að sárum systranna var Ursula send á geðdeild en Sabina handtekin. Þótt ótrúlegt megi virðast var henni sleppt eftir einn dag í varðhaldi. Sabina hafði hvorki áfengi né lyf í blóðinu og sýndi engin merki geðveilu.

Fjölda manns þurfti til að hafa hemil á Sabinu.

Það reyndust vera skelfileg mistök.

Miskunnsami Samverjinn

Nokkrum dögum síðar var Sabina á vafri í borginni Stoke-on-Trent og gaf sig á tal við tvo menn sem voru á gangi með hund. Um var að ræða þá Glenn Hollinshead og Peter Molloy. Sabina bað um að fá að klappa hundinum, bar sig illa, sagðist vera í leit að systur sinni og hefði engan næturstað. Vinirnir fundu til með Sabinu og Glenn bauð henni að koma heim með þeim þar sem hún gæti fengið heitan mat og gistingu. Sabina hegaði sér afar sérkennilega þegar þangað var komið. Hún bauð þeim sígarettur en reif þær jafnóðum úr munni þeirra og sagði þær eitraðar. Hún gekk um gólf og starfði út um gluggann eins og hún ætti von á einhverjum. Á meðan hringdi Glenn í allar áttir til að spyrjast fyrir um Ursulu. 

Þrátt fyrir að finnast Sabina sérkennileg töldu þeir ekki neina hættu stafa af henni og Molloy fór heim til sín seinna um kvöldið. Enginn veit nákvæmlega hvað gerðist en morgunin eftir greip Sabina stóran hníf og stakk Glenn fimm sinnum. Glenn náði að kalla til nágranna eftir hjálp en lést nokkrum mínútum síðar.

Misstu tengsl við raunveruleikann

Sabina flúði húsið áður en lögregla kom en tók með sér hamar og sáu vegfarendur hana berja sig ítrekað með hamrinum í höfuðið. Ökumaður stöðvaði bifreið sína og bauðst til hjálpa en Sabina barði hann í höfuðið með veggflís og hljóp í burtu.

Lögreglumynd af Sabinu Erikson.

Lögregla var nú komin í málið og elti Sabinu sem stökk fram af brú og niður á hraðbraut. Sabina slasaðist illa, braut til að mynda báða fætur, en lifði fallið af. Hún var ákærð fyrir morðið á Glenn og hófust réttarhöld seint og síðar meir eftir bið eftir sjúkraskýrslum frá Svíþjóð.

Í ljós kom að systurnar höfðu aldrei sýnt hegðun sem gaf ástæður til ætla að eitthvað væri að. Þær fæddust árið 1967 í Svíþjóð og áttu tvö systkini. Æska þeirra og unglingsár munu hafa verið fullkomlega eðlileg og sýndu þær aldrei nein merki geðraskana. Um aldamótin 2000 kynntist Sabina írskum manni og flutti til Írlands en Ursula fékk starf í Bandaríkjunum.

Þær lifðu ósköp venjulegu lífi allt þar til í maí 2008 þegar báðar munu hafa fyllst sömu ranghugmyndunum þótt þær væru sitthvoru megin við Atlantshafið. Enginn veit nákvæmlega ástæðuna fyrir því að Ursula fann sig knúna til að fara til Írlands eða hvað olli því að systurnar misstu öll tengsl við raunveruleikann, svo að segja á nákvæmlega sama tíma. 

Ósátt við kerfið

Glenn Hollinshead vildi bara hjálpa en var myrtur.

Sabina sagði ekki orð á meðan að réttarhöldunum stóð og gaf aldrei skýringu á morðinu. Lögmaður hennar játaði morðið fyrir hennar hönd en hélt því fram að hún þjáðist af ,,folie à deux”, sem kalla má sameiginlegt geðrof, með systur sinni. Hugtakið þýðir orðrétt ,,brjálæði tveggja” og lýsir sér í því að tveir einstaklingar fá nákvæmlega sömu ranghugmyndirnar. Folie à deux er sjaldgæft en ekki óþekkt og þá helst á meðal systkina eða hjóna. Sagði lögmaðurinn það hafa leitt til að Sabina þjáðist af ranghugmyndum sem urðu til þess að hún stakk Glenn til bana.

Vegna þessa var hún aðeins dæmd til fimm ára fangelsisvistar. Fjölskylda Glenn Hollinshead var afar ósátt en reiði þeirra beindist ekki að Sabinu heldur út í kerfið. Af hverju hafði konu sem hlaupið hafði út á hraðbraut og ráðist á lögreglumenn verið sleppt út í þjóðfélagið eftirlitslausri? Af hverju hafði hún ekki fengið þá hjálp sem hún augljóslega þurfi? 

Ursula fór aftur til Bandaríkjanna eftir veruna á geðdeildinni. Sabina sat í fangelsi í tvö og hálft ár en flutti svo til meginlands Evrópu. 

Ekkert er vitað um afdrif tvíbursystranna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“