fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Maðurinn sem bjargaði Monu Lisu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacques Jaujard er ekki nafn sem margir þekkja en þessi franski listunnandi á heiðurinn að hafa bjargað gríðarlegum fjölda ómetanlegra listaverka frá krumlum nasista sem hreinlega ryksuguðu upp listasöfn Evrópu. Meðal verkanna sem Jaujard bjargaði var hin eina sanna Mona Lisa.

Báðum hafnað

Jaujard elskaði list frá unga aldri, hann var hæfileikaríkur og hafði vonir um að nema við Listaakademíuna í Vínarborg. Það urðu honum aftur á móti gríðarleg vonbrigði þegar að umsókn hans var hafnað árið 1907. Öðrum vongóðum listamanni var einnig hafnað námi í listum í Vín þetta sama ár og hét sá Adolf Hitler. Örlög þeirra áttu eftir að spinnast saman á sviði listarinnar síðar meir.

Áhyggjur af stríðsbrölti

Ást og þekking Jaujard á listum varð til þess að hann hóf störf hjá franska ríkinu við umsjón listasafna í eigu hins opinbera árið 1933 var hann orðinn aðstoðarsafnastjóri listasafna Frakklands. Jaujard hafði áhyggjur af pólitískum óróa samtímans og árið 1938 skipulagði hann flutning á öllum listaverkum spænska Museo del Prado safnsins til Sviss til að bjarga þeim undan spænsku borgarastyrjöldinni. Árið 1939 var Jaujard síðan skipaður safnastjóri en hafði miklar áhyggjur af framvindu heimsmála. Í Þýskalandi hafði Hitler haft á orði löngun sína til að byggja ,,Führermuseum” og vissi Jaujard mæta vel hvar Hitler ætlaði sér að ná í verkin til að fylla draumasafnið. Þeim yrði stolið frá söfnurum og úr listasöfnum Evrópu. Jaujard gat ekki hugsað þá hugsun til enda og hóf í leyni að safna saman hópi fólks sem deildi áhyggjum hans.

Rauðir, gulir og grænir

Aðeins tíu dögum áður en seinni heimsstyrjöldin braust út hófst Jaujard handa með því að loka hinu heimsþekkta Louvre safni og bar við nauðsynlegum viðgerðum. Í þrjá sólarhringa vann Jaujard ásamt starfsmönnum safnsins, nemendum úr listaskólum borgarinnar og fleirum áhugasömum að því að pakka hverju einasta listaverki safnsins inn. Viðkvæm málverk og styttur voru vafin klæði og sett í kassa. Þau sem voru of stór voru hulin teppum og flutt í skjóli nætur á vörubílapöllum.  Kassarnir með meistaraverkunum voru ýmis merkt með grænum, gulum eða rauðum hringjum eftir mikilvægi verkanna og hafði kassinn sem innihélt Monu Lisu hvorki meira né minna en þrjá rauða hringi.

Rose Valland

Frá ágúst og fram í desember 1939 óku um 200 vörubílar með 1.862 ómetanleg listaverk frá Louvre og var þeim komið var í felur hér og þar í köstulum Frakklands. Jaujard tókst meira að segja að koma hitalömpum fyrir til að vernda viðkvæmustu verkin.

Jaurard hjálpaði einnig að fela mikið magn listaverka í einkaeigu.

Greifinn

Franz Wolff-Metternich

Nasistar réðust inn í Frakkland 1940 og sendu þegar Franz WolffMetternich greifa í Louvre til að taka eignarhald á gripunum. En Jaujard til mikillar undrunar virtist manninum í nasistabúningnum vera létt að koma inn í galtómt safnið. Eins og margir aðalsmenn í Þýskalandi var WolffMetternich ekki hliðhollur nasistum sem hann neyddist til að þjóna, hans hollusta var aðeins við listina. Í stað þess að ræna Louvre hóf greifinn að hjálpa Jaujard björgunarstarfið gegn ágangi nasista og frönsku leppstjórnarinnar. Margoft mátti lítið fara úrskeiðis til að upp um þá kæmist en með klókindum tókst þeim að halda björgunarstarfinu áfram. Greifinn vissi einnig hvar nasistar höfðu falið önnur listaverk sem þeir höfðu rænt í Evrópu en gaf Jaujard loforð um að gæta þeirra með lífi sínu.

Jaujard tókst einnig að koma því svo fyrir að vinkona hans, Rose Valland, var skipaður safnstjóri í Jeu de Paume, litlu safni sem nasistar notuðu sem geymslu undir listaverkaþýfi. Vallard skráði hjá sér hvaðan hvert einasta listaverk kom og það var að stærstum hluta henni að þakka að 45 þúsund listaverkum var komið í hendur eigenda sinna, aðallega gyðinga, eftir stríð.

,,Louvre“

Öll stríðsárin lét Jaujard flytja Monu Lisu reglulega á milli staða til að tryggja öryggi hennar. Þegar að leið að stríðslokum náði Jaujard að hafa samband við yfirvöld bandamanna og gefa þeim nákvæmar upplýsingar um felustaði verkanna til að tryggja að þau yrðu ekki fyrir sprengjuárásum. Auk þess lét Jaujard koma fyrir áletruninni ,,Louvre” fyrir framan kastala með verkunum.

Ástríða og dugnaður Jaujard og samstarfsmanna, ekki síst Valland og WolffMetternich, varð til þess að bjarga mörgum helstu verðmætum vestrænnar menningarsögu auk þess að koma tugþúsundum verka til sinna réttu eigenda. Ekki eitt einasta verk sem Jaujard lét flytja varð fyrir skemmdum.

Jaujard var heiðraður af franska ríkinu fyrir starf sitt og er álma í Louvre safninu nefnd eftir honum. Hann lést árið 1967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn