fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Eldsnögg ákvörðun bjargaði lífi vinar hans – Koss lífsins

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 15. apríl 2022 21:42

Kiss of life Mynd/Rocco Morabito

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí 1967 var ljósmyndarinn Rocco Morabito á leið í verkefni til að mynda verkfallsaðgerðir lestarstarfsmanna í Jacksonville í Flórída.

Rocco Morabito um það leiti sem hann tók myndina frægu.

Á leið sinni ók hann framhjá hópi manna frá rafveitunni sem voru við vanabundin eftirlitsstörf við rafmagnsstaura borgarinna. Þegar að ljósmyndarinn ók til baka voru mennirnir enn við störf og þar sem Morabito hafði tíma að drepa ákvað hann að staldra við og smella af þeim nokkrum myndum. Þegar hann var við að stíga út úr bílnum heyrði hann aftur á móti neyðaröskur og varð samstundis ljóst að eitthvað hræðilegt hafði gerst.

4000 volt

Á toppi rafmagnsstaursins hafði Randall G. Champion verið við vinnu þegar hann rak sig í rafmagnslínur sem ekki höfðu verið teknar úr sambandi við vinnu viðgerðarmannanna. Hann missti meðvitund augnablikið sem 4000 volta  rafmagnsstraumurinn barst um líkama hans.

Þremenningar á 20 ára afmæli atviksins.

Öryggisbeltið kom í veg fyrir að hann félli til jarðar en þess í stað hékk hann rænulaus á hvolfi rétt við aðrar virkar rafmagnslínur og ljóst var að ekki mátti miklu muna. Morabito var með talstöð í bíl sínum og kallaði tafarlaust eftir sjúkrabíll. 

Eldsnögg ákvörðun

Annar starfsmaður rafveitunnar, JD Thompson, var við störf við annan staur um 150 metrum frá og hljóp hann sem fætur toguðu að staurnum þar sem Champion lá hangandi. Thompson hikaði ekki sekúndu heldur kleyf upp staurinn á örskotsstundu en varð ljóst að vinnufélagi hans var helblár og andaði ekki.

Rocco Morabito við mynd sína.
Mynd/Rarehistoricalphotos.com

Ekki var heldur neinn púls að finna. Hann greip því til þess ráðs að losa axlashaftið af Champion, koma honum fyrir á öxl sér og blása í hann súrefni auk þess að berja reglulega á brjóst hans þar til hann fann hjartsláttinn snúa aftur. Vinnufélagarnir gátu lítið annað gert en að fylgjast með en Morabito tók upp myndavélina og smellti myndum af örvæntingarfullri tilraun Thompson til að bjarga lífi vinar síns. Þegar Thompson var þess viss að hjartsláttur og öndun Champion væru orðin þokkalega stöðug losaði hann félaga sinn úr öryggisbúnaðinum og bar hann á öxlinni niður þar sem vinnufélagarnir biðu til að veita Champion hjartahnoð þar til sjúkrabíll bærist. 

Rocco Morabito ók aftur á móti eins hratt og hann gat aftur á ritstjórn blaðs síns og var prentun frestað svo unnt væri að framkalla myndina sem birt var á síðum blaða morgunin eftir. JD Thompson var hylltur sem hetja, titill sem honum fannst alltaf óþægilegur.

Heimsfrægð

Þökk sé viðbragðsflýti og snöggrar ákvarðanatöku JD Thompson komst Randall G. Champion til fullrar heilsu og störfuðu þeir félagar hjá rafveitunni í þrjátíu ár til viðbótar. Champion var þó ekki alveg laus við rafmagnsslysin því árið 1991 fékk hann í sig 26 000 volta straum sem brenndi af honum varirnar og hluta nefs og ennis. Thompson var þá yfirmaður hans og tók hann slysið afar nærri sér. Champion lamaðist en náði aftur nokkurri hreyfigetu áður en hann lét formlega af störfum hjá rafmagnsveitunni árið 1993. Hann lést árið 2002, 64 ára að aldri. 

J.D.Thompson var heiðraður fyrir hetjudáð sína 50 árum eftir slysið árið 2017. Mynd/Facebook

Rocco Morabito fékk Pulitzer verðlaun fyrir myndina af þeim félögum sem hlaut nafnið ,,Kiss of Life”. Myndin gerði þremenningana heimsfræga og mokaði ljósmyndin að sér verðlaunum. Morabito átti farsælan feril sem ljósmyndari allt þar til hann settist í helgan stein árið 1982. Hann lést í hárri elli árið 2009. Champion og Thompson héldu vináttu við Morabito alla tíð eftir slysið. 

JD Thompson vann hjá rafveitunni þar til hann fór á eftirlaun. Hann býr enn í hárri elli í Flórída. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“