fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Hann gufaði upp og var talinn látinn – Og svo hvarf annað barn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 22:30

Shawn og Ben. Michael Devlin er á litlu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ellefu ára Shawn Hornbeck var á leiðinni til vinar síns þann 6. október 2002 í smábænum Richwoods í Missouri fylki Bandaríkjanna. Allt í einu ók hvítur sendibíll ók á hann og datt Shawn af hjóli sínu í götuna. Græna hjólið átti eftir að finnast síðar um kvöldið en Shawn virtist aftur á móti vera gufaður upp af yfirborði jarðar.

Miðillinn

Móðir Shawn missti aldrei vonina um að finna hann á lífi.

Ökumaður sendibílsins hét Mike Devlin, eigandi fremur subbulegs pizzastaðar í bænum, rétt við lögreglustöðina af öllum stöðum. Devlin sagði Shawn að hann hefði verið á röngum stað á röngum tíma, hann hefði séð tækifærið til að grípa Shawn og skyndilega ákveðið að nýta það. Fjórum árum síðar átti Devlin eftir að ræna öðrum dreng, hinum 13 ára gamla Ben Ownby og notaði hann sömu bifreið til verknaðarins.

Móðir Shawn og stjúpfaðir, Pam og Craig Akers, nýttu hverja stund sólarhringsins til að leita að drengnum sínum. Þau eyddu öllu sínu sparífé við leitina og voru óþreytandi við að koma fram í fjölmiðlum til að halda hvarfinu í sviðsljósinu. Í einum sjónvarpsþætti sem þau kom fram í, The Montel Williams Show, var sjálftitlaður miðill fenginn til að segja fyrir um örlög Shawn og kvaðst sú hafa þau skilaboð að handan að hann væri látinn. Pam og Craig voru slegin og sár en tvíefldust ef eitthvað var við leitina. Þau stofnuðu einnig sjóð til hjálpar öðrum fjölskyldum horfinna barna.

En Shawn var aftur á móti á lífi. Devlin hafði farið með hann í íbúð sína, eins herbergja kompu fulla af rusli og drasli. Devlin misþyrmdi Shawn bæði líkamlega og kynferðislega, veifaði um skotvopnum og hótaði að myrða Shawn ef hann hann reyndi að sleppa eða kalla á hjálp.

,,Hversu lengi?“

Eftir því sem leið á veruna hjá Devlin fékk Shawn meira frelsi. Hann mátti hitta vini og jafnvel nota farsíma, svo viss var Devlin um að hafa hafa brotið vilja Shawn að hann myndi ekki flýja. Shawn hafði meira að segja samband við foreldra sína í gegnum vefsíðu sem sett hafði verið upp til að taka við ábendingum um hvarfið. Þar skrifaði hann undir eigin nafni og skrifaði: ,,Hversu lengi ætlið þið að leita að syni ykkar?” Devlin hafði gengið það hart fram í misþyrmingum og hótunum um morð á fjölskyldu Shawn að hann þorði ekki annað en að hlýða.

Eftir því sem árin liðu varð Shawn of gamall fyrir níðinginn Devlin sem hóf leit að nýju fórnarlambi. Þann 8. janúar 2007 nam Devlin síðan hinn 13 ára Ben Ownby á frá strætisvagnastoppistöð og var Shawn með honum í bílnum. En í þetta skiptið var vitni að ráninu og vinur Ben hljóp beint á næstu lögreglustöð og lét vita. Snögg viðbrögð og athyglisgáfa drengsins áttu eftir að leiða til frelsunar Shawn og Ben.

Fréttin af ráni Ben barst út á örskotsstund og fékk rithöfundurinn Michelle McNamara áhuga á málinu. Michelle, sem sérhæfði sig í skrifum um sönn sakamál, fannst vera grunsamlega mikil líkindi með brottnámi Ben og drengsins sem horfið hafði næstum fimm árum fyrr, Shawn Hornbeck. Báðir litu drengirnir út fyrir að vera mun yngri en þeir í raun voru og báðum hafði verið rænt svo að segja á almannafæri um miðjan dag. Michelle neitaði að trúa að um tilviljun væri að ræða og fór með þessa skoðun til lögreglu. Hún hafði meira að segja teiknað upp kort sem sýndi hugsanlegar flóttaleiðir í báðum ránunum og hvert ræninginn hefði getað ekið.

Michael Devlin var dæmdur í rúmlega 4000 ára fangelsi.

Var talinn látinn

Drengurinn sem varð vitni af ráninu á Ben gat gefið greinargóða lýsingu á sendibíl og fékk lögregla ábendingu um að svipaðan bíl væri að finna við pizzastað nokkurn. Bíllinn reyndist í eigu eiganda staðarins, Michael Devlin, og var hann nákvæmlega eins og lýsing drengsins hljóðaði upp á, upp á hverja dæld og ryðblett. Devlin gaf leyfi til leitar í bílnum en aftók með öllu leit í íbúð sinni. Lögregla fylgdist með pizzastaðnum og heimili Devlin næstu daga. Hann sá að leikurinn var tapaður og gaf sig fram til lögreglu og játaði ránið á Ben. Lögreglumenn trúðu aftur á móti ekki eigin eyrum þegar hann játaði að hafa einnig Shawn, yfirvöld höfðu verið vantrúuð á kenningu McNamara og talið Shawn látinn.

Þegar að lögregla fór í íbúðina voru báðir drengirnir þar við tölvuleikjaspilun.

Björgun drengjanna þótti ekkert minna en kraftaverk. Devlin viðurkenndi að kenning McNamara væri rétt, Shawn hafði verið orðið of gamall og báðir höfðu þeir verið mun barnalegri en aldur þeirra gaf til kynna.  Shawn átti eftir að koma víða fram næstu árin og segja frá skelfilegri misnotkuninni, lygunum sem hann var neyddur til að segja og innilokuninni í íbúðinni.

Michelle McNamara lést árið 2016, 46 ára gömul. Shawn og Ben héldu áfram lífi sínum með fjölskyldum sínum og í dag er Shawn giftur og eins barns faðir.

Devlin var dæmdur í yfir 4000 ára fangelsi. Samfangi hans reyndi að stinga hann til bana fljótlega eftir að afplánun hófst en Devlin lifði af árásina. Honum var komið fyrir í einangrun þar sem hann mun dvelja alla sína ævi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Amorim er fluttur út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni