fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Barnaníðingurinn og morðinginn sem sagði sig sendan af guði: ,,Ég beið eftir að missa alla sem ég elskaði“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 6. mars 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Perez fullyrti að hann væri engil sem hefði hlotið náðarkrafta frá guði. Hann hefði verið hér á jörð í hundruð ára, þekkti leyndardóma alheimsins, gæti spáð fyrir framtíðina og hefði ótakmarkaða getu til að lækna alla sjúkdóma. Hann vissi einnig nákvæmlega hvenær allir myndu deyja. 

Daniel og Sara. Hann hóf að misnota hana þegar hún var 12 ára gömul.

Í raun var Perez ótýndur glæpamaður, barnaníðingur og morðingi.

Engill drottins

Lítið er vitað um fortíð Perez . Þó er vitað að hann fæddist í Texas árið 1959 og komst snemma í kast við lögin.  Árið 1997 var hann eftirlýstur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum og fór í felur. Perez kallaði sig nú Lou Castro, flakkaði um Bandaríkin og hóf að predika um guðlega náðargáfu sína. Smám saman safnaði hann að sér hópi fylgjenda sem trúðu í einlægni að Perez væri engill drottins hér á jörð. Perez leitaði sérstaklega eftir að fá ungar konur í söfnuð sinn og var skýring hans sú að ódauðleiki hans byggði á að stunda kynlíf með þeim og yrðu heilagir kraftar hans sterkari eftir því sem stúlkurnar væru yngri. 

Helgur framtíðarbústaður

Daniel Perez.

Perez þvældist með söfnuð sinn um Bandaríkin þver og endilöng í nokkur ár en komu sér að lokum fyrir á  20 hektara svæði í Wichita í Kansas. Þar var að finna nokkur íbúðarhús og sundlaug sem Perez kvað vera helgan framtíðarbústað safnaðarins sem gekk nú undir nafninu Angel’s Landing. Í Kansas bættist bættist í hóp fylgjenda og meðal nýrra meðlima var fasteignasalinn sem hafði aðstoðað Perez við kaupinn á jörðinni. Hún varð heilluð af Perez sem hún taldi talsmann guðs á jörð, seldi allar sínar veraldlegu eigur og flutti inn á samfélag Angel’s Landing ásamt dætrum sínum, Söru, 12 ára og Emily, 11 ára. Voru mæðgurnar þá formlega orðnar meðlimir í söfnuði Lou Castro/Daniel Perez. 

Ítrekaðar nauðganir

Sara steig fram og sagði sögu sína.

Söru leið ekki vel innan safnaðarins en hlýddi móður sinni sem fullyrti að það hefði verið þeirra mesta gæfa að hitta engilinn Perez sem myndi tryggja þeim eilífa sælu, jafnt hér á jörð sem og í eftirlífinu. Innan nokkurra vikna frá flutningum til Angel’s Landing hóf Perez að misnota Söru kynferðislega. Fullyrti hann að það væri að skipan æðri máttarvalda til að laga þá ,,galla” sem hann sagði hana búa yfir. Með misnotkuninni væri Sara að færast nær guði og andlegri fullkomnun. Aftur á móti var Sara ekki jafn trúgjörn og móðir hennar og þess fullviss að engin æðri máttarvöld krefðust þess að henni væri ítrekað nauðgað. 

Spádómar um dauða

Yfirvöldum leist illa á hópinn og grunuðu að ekki væri allt með felldu í Angel’l Landing. Hvergi var nein opinber gögn að finna um forystusauðinn sem kallaði sig Lou Castro og virtist vaða í fé. Meðal annars var að finna mikinn fjölda lúxus ökutækja á landareigninni þrátt fyrir að enginn safnarmeðlima stundaði atvinnu svo vitað væri.

Perez hafði tekist að einangra safnaðarmeðlimi alfarið frá samfélaginu og tókst á undraverðan hátt að sannfæra þá um að eina leiðin til fyrir hann að halda kröftum sínum sem engils væri að nauðga og misnota börn þeirra. Hann fullyrti einnig að hann vissi dánardag allra og árið 2003 spáði hann að ung kona í söfnuðinum, Patricia Hughes, myndi deyja fljótlega. Sara sagði síðar að Patricia, sem var henni sem önnur móðir, hefði sætt sig við örlög sín og kysst dóttur sína bless með þeim orðum að hún myndi brátt snúa aftur upp frá dauðum. Nokkrum dögum síðar ,,rann” Patricia við sundlaugarbarminn og drukknaði. Það var reyndar opinbera skýringin. Sannleikurinn var aftur á móti sá að Perez hafði hótað að drekkja lítilli dóttur hennar og þegar Patricia stökk út í laugina að bjarga barninu, hélt Perez höfði Patriciu undir vatninu þar til hún lést. 

Patricia Hughes.

Daniel Perez var fljótur að innheimta líftryggingu Patriciu þar sem hún hafði skráð hann sem viðtakanda fjárins. Upphæðin var upp á tvær milljónir dollara. 

Milljónir á milljónir ofan

Sara varð enn áhyggjufyllri þegar fleiri af truflandi spám Perez rættust. Þremur árum síðar var eiginmaður Patricia, Brian, drepinn í álíka óvenjulegu atviki þegar tjakkur gaf sig þegar hann var að gera við bíl. Perez hafði einnig spáð fyrir dauða Brian. Spádómar Perez um dauðdaga héldu áfram að rætast og létust tveir safnarmeðlimir í bílslysum við vafasamar aðstæður og aðrir þrír létust í flugslysi, meðal annars 12 ára stúlkubarn. Alls dóu sex safnaðarmeðlimir af ,,slysförum”, þar á meðal móðir Söru og innheimti Perez 4,2 milljónir dollara af líftryggingafé sem hann notaði til að fjármagna sífellt ríkmannlegri lífsstíl sinn.

Auðvitað vöktu dauðsföllin grunsemdir yfirvalda sem fylgdust náið með Perez og ekki síst fjármálagjörningum hans. Ekki leið á löngu þar til skýrt mynstur fór að taka á sig mynd; Þegar bankainnistæða hans fór niður fyrir 10 þúsund dollara varð safnaðarmeðlimur fyrir slysi. 

Þagnarmúr

Daniel safnaði glæsibifreiðum sem hann keypti fyrir líftryggingaféð.

Aftur á móti tókst ekki að finna handbærar sannanir sem tengdu manninn sem kallaði sig Lou Castro við ,,slysin” og söfnuðurinn þagði þunnu hljóði. Þau urðu tryggari Perez, ef eitthvað var, því spádómar hans rættust jú alltaf. Hvað gat hann verið annað en spámaður og engill, sendur af guði? Lögregla fylgdist náið með Perez en hann var einstaklega var um sig og gætti þess vandlega að skilja hvergi eftir sig fingraför né lífssýni á ferðum sínum um bæinn.

Perez hélt áfram að misnota stúlkubörnin í söfnuðinum. Sara hafði yfirgefið Angel’s Landing eftir sjö ára stanslausa misnotkun og árið 2010 hafði hún eignast kærasta og sagði hún honum alla sólarsöguna. Kærastinn fékk eðlil málsins samkvæmt áfall og hafði umsviflaust samband við alríkislögregluna í Bandaríkjunum. ,Lou Castro” handtekinn hið snarasta og sönnuðu DNA gögn endanlega að um væri að ræða eftirlýstan barnaníðing að nafni Daniel Perez.

,,Beið eftir að hann kláraði“

Vitnisburður stúlknanna fyrir rétti var átakanlegur. „Ég var 10 ára þegar æska mín endaði. Á meðan önnur 10 ára börn voru að hjóla eða leika mér með dúkkur, lá ég í rúminu með kodda yfir höfðinu og beið eftir að hann kláraði svo sársaukinn hyrfi,” sagði ein stúlkan fyrir rétti.  „Á meðan aðrir 13 ára krakkar voru að njóta lífsins beið ég eftir að missa alla sem ég elskaði, hvern á fætur öðrum, því það var búið að spá dauða þeirra,” sagði önnur. „Þegar aðrir 16 ára krakkar voru að læra að keyra og skipuleggja partý með vinum sínum, var ég að skipuleggja minn eigin dauða, á milli þess sem hann nauðgaði mér,” sagði sú þriðja. 

Daniel Perez.

Við réttarhöldin neitaði Perez ekki að hafa stundað kynlíf með safnaðarmeðlimum en fullyrti að það hefði aðeins verið með lögráða einstaklingum. Hann bar einnig við minnisleysi, kvaðst hafa verið barinn í höfuðið árið 1997 með þeim afleiðingum heilu og hálfu árin væru þurrkuð úr minni hans. Aðspurðir um þær milljónir dollara sem hann innheimti í tryggingarfé neitaði hann alfarið að svara. 

Dómur fellur

Árið 2015 var ,,engillinn“ Daniel Perez dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjölda ákæra um kynferðislega mistnotkun á börnum á aldrinum 8 ára til 16 ára og alvarlegar líkamsárásir með banvænum vopnum. Hann var einnig dæmdur fyrir morðið á Patriciu Hughes þar sem vitni höfðu séð hann drekkja henni. Hann var ekki ákærður fyrir hin „dularfullu“ dauðsföllin þar sem ekki tókst að sanna sekt hans með afgerandi hætti. 

Daniel Perez situr í fangelsi og mun aldrei líta frjálsan dag þar sem hann á fyrst rétt á skilorði 120 ára gamall. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun