fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Sakamál: Systurnar dreymdi um lúxuslíf – Töldu móðurmorð vera lausnina

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 12. mars 2022 20:00

,,Linda" var myrt af dætrum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Linda Andersen“

,,Linda Andersen” var fædd í Póllandi árið 1959, en flutti ung til Ontario í Kanada þar sem hún giftist og eignaðist börn tvö stúlkubörn með árs millibili, ,,Söndru” og ,,Beth”, eins og mæðgurnar voru nefndar í kanadískum fjölmiðlum. Hjónabandið gekk illa, báðir foreldrar drukku illa, og þegar stúlkurnar voru litlar yfirgaf faðir þeirra fjölskylduna og hafði lítið sem ekkert samband við dætur sína eftir það.

Áfengissýki og peningaleysi

Linda gerði sitt besta til að ala telpurnar upp en alkóhólismi og þunglyndi gerði henni erfitt fyrir að halda vinnu. Linda fór úr hverju láglaunastarfinu í annað en kvöldunum eyddi hún að mestu leiti ein við drykkju. Samkvæmt þeim sem þekktu til fjölskyldunnar var Linda að mestu leyti góð móðir sem reyndi sitt besta við að gefa dætrum sínum gott uppeldi en þunglyndi, áfengissýki og peningaleysi gerðu litlu fjölskyldunni erfitt fyrir.

Fyrirlitu móður sína

Með árunum fór Sandra og Beth að fyrirlíta móður sína. Þær voru báðar yfirburða námsmenn, glæsilegar ungar stúlkur og afar vinsælar meðal skólafélaga. Þær öfunduðu aftur á móti vini sína sem bjuggu í einbýlishúsum með sundlaugum, áttu falleg föt og fóru reglulega í frí til útlanda. Töldu þær það vera móður sinni að kenna að líf þeirra væri ekki ekki með meiri glæsibrag þar sem hún að þeirra sögn, væri auðnuleysingi sem eyddi öllu sínu fé í áfengi. Það var þó ekki alveg sannleikanum samkvæmt og stundum vann Linda tvær eða jafnvel þrjár vinnur til að sjá fyrir heimilinu en barðist þó alltaf í bökkum. Systurnar mun aldrei hafa skort helstu nauðsynjar en voru engu að síður fátækar og dreymdi um sama lúxuslífið og margir félagar þeirra áttu. Rifrildin milli mæðgnanna stigmögnuðust og smám saman var lífið á heimilinu orðið öllum óbærilegt. Síðar sögðust þær hafa leitað til föður síns, vina Lindu og barnaverndaryfirvalda en enginn hefði sýnt áhuga á að koma Lindu né stúlkunum til hjálpar.

Skipulagning hefst

Þegar Sandra og Beth voru 16 og 15 ára var úlfúð þeirra í garð móður sinnar orðin að hreinu og kláru hatri. Þær hættu að mæta í skóla, eyddu dögunum við grasreykingar og byrjuðu að ræða það í fullri alvöru að myrða móður sína.

Ekki er vitað um hvenær þessar myndir af systurnum voru teknar.

Stúlkurnar vissu að móðir þeirra var líftryggð og ræddu systurnar um að kaupa einbýlishús og fara í Evrópuferð fyrir tryggingaféð. Aftur á móti voru þær ekki vissar hvernig skyldi bera sig að við morðið og hóf því leit á Internetinu. Á endanum ákváðu þær að drekkja móður sinni, tölu það auðveldast og ,,snyrtilegast”  og báru hugmyndina undir vinkonu sína Ashley og vin sinn, Jay. Bæði hvöttu hvöttu þau systurnar til verknaðarins, fannst hugmyndin fyndin og ræddust fjórmenningarnir reglulega við til að skipuleggja morðið.

Með skeiðklukku við baðið

Í hádeginu 18. janúar byrjuðu systurnar að spjalla við móður sína og sýna henni athygli og umhyggju sem Linda var ekki vön af hendi dætra sinna. Linda var enn og aftur búin að missa vinnu og var afar þunglynd. Systurnar stungu upp á því að gefa henni vodka til að hressa hana við og tók Linda vel í það. Eftir því sem Linda varð drukknari gáfu þær henni töflur með sterku kódeini til að hægja hjartslátt hennar. Allt í allt gáfu þær henni sex töflur ásamt gríðarlegu magni af vodka. Þær voru reglulega í símasambandi við vini sína á meðan, meðal annars Jay sem hafði lofað að hjálpa þeim við verknaðinn. Jay snerist aftur á móti hugur og neitaði að koma til að hjálpa þeim við að koma Lindu upp stigann og upp í baðherbergið eins og hann hafði lofað. Stúlkurnar vissu að þær höfðu ekki styrkinn í að bera móður sína upp og gripu til þess ráðs að bíða ekki eftir að Linda missti meðvitund heldur koma henni upp á meðan hún gæti enn stigið í fæturna. Þær hvöttu Lindu til að fara upp og í bað til að bæta líðan hennar. Eftir að hafa komið Lindu upp stigann og ofan í baðkarið bað Sandra móður sína að leggjast á magann svo hún gæti skrúbbað á henni bakið. Linda hlýddi og hélt Sandra höfði hennar í vatninu. Beth stóð við hlið baðkarsins með skeiðklukku því samkvæmt heimildaleit þeirra á Internetinu myndi það taka fjórar mínútur fyrir Lindu að drukkna.

Afskrifað sem slys

Þegar Linda var látin fóru systurnar á veitingastað þar sem þær hittu vini sína til að fagna verknaðinum. Þær sneru heim um kvöldið og hringdu í neyðarlínuna til að tilkynna að þær hefðu fundið móður sína látna í baðkarinu. Þær grétu og báru sig illa og sögðu að hjartanhnoðið sem neyðarlínan leiðbeindi þeim um væri ekki að virka. Móðir þeirra væri dáinn. Þegar lögreglan mætti á svæðið var Linda vissulega látin og við krufningu kom í ljós gríðarlega hátt áfengismagn í blóði Lindu auk mikils magns lyfja. Áfengis- og lyfjafíkn Lindu var staðfest af þeim sem til hennar þekktu og morðið afskrifað sem slys.

Nýtt líf

Frá réttarhöldunum yfir systrunum.

Sandra og Beth sögðu hverjum sem heyra vildi af morðinu og eins merkilegt og það er, gaf enginn sig fram við lögreglu. Ashley og Jay sögðu síðar að þau hefðu verið full sektarkenndar en of hrædd um að verða dæmd sem vitorðsmenn. Það var ekki fyrr en ári eftir morðið að saga þeirra gekk fram af einum vinanna sem fór beint á fund lögreglu og endurtók frásögn Söndru. Sandra og Beth báru sig illa við réttarhöldin en voru báðar dæmdar til 10 ára fangelsisvistar,sem er hámarksvist vegna ungs aldurs þeirra. Þær sátu þó aðeins inni í fjögur ár.  Samkvæmt kanadískum lögum fengu þær ný persónueinkenni og fóru í háskóla, Sandra nam verkfræði en Beth fór lögfræði. Þær luku skilorði 2016 og búa enn í Kanada.

Enn er deilt um morðið í Kanada og skiptist almenningur í tvær fylkingar; þá sem telja stúlkurnar hafa myrt í örvæntingu eftir skelfilega barnæsku og þá sem segja þær kaldrifjaða morðingja sem hafi myrt varnarlausa konu.

 Enginn veit nöfn þeirra systra í dag en bandarískir fjölmiðlar komust síðar að því að Linda Anderson hét í raun Anne Margaret Lebensztejn og dæturnar Caroline og Catherine Lebensztejn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu