fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Vigdís um deitmenninguna á Íslandi og hvað skal varast – „Ekki bara ríða fyrst og spyrja spurninga seinna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 10:45

Vigdís Howser. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream, stofnaði nýverið hlaðvarpið Kallaðu mig Howser þar sem hver þáttur er öðrum beittari og kaotískari. Í lýsingu þáttarins stendur einfaldlega: „Toxic ráð fyrir heilbirgðan lífsstíl í boði Vigdísar Howser.“

Þættirnir bera yfirskrift á borð við: „Að pegga eða ekki pegga, það er spurningin“; „Ég deitaði gaur með eitt eista og hann hélt samt framhjá“ og „Ekki suða um kynlíf annars gæti hún óvart ælt á þig.“

Vigdís hefur einnig vakið athygli á TikTok fyrir skemmtileg myndbönd, mörg tengd stefnumótum og ráðum fyrir tilhugalífið.

Sjá einnig: Vigdís gefur stefnumótaráð á TikTok – „Þá er hann að gera það með öðrum stelpum líka“

Við heyrðum í Vigdísi til að forvitnast um skoðanir hennar á deitmenningu Íslendinga, hvað íslenskir karlmenn gera vel og hvað þeir mættu gera betur.

Eins og hitadraumur

Hvað finnst þér um deitmenninguna á Íslandi?

„Mér finnst deitmenningin hér á Íslandi vera eins og einhver hitadraumur. Maður veit aldrei almennilega hvort maður sé kominn í samband fyrr en maður er kominn í samband. Það eru einhvern veginn engar samræður, bara við byrjum að hittast og svo byrjum við að búa saman,“ segir Vigdís og bætir við að henni finnst of lítið um að fólk fari á stefnumót hér á landi.

„Mér finnst ekki vera nógu mikið um að fólk fari út að borða til dæmis, því fólk vill kannski ekki láta sjá sig með einhverjum. Ísland er svo lítið og fólk er hrætt um að vera undir einhverri smásjá. Það er eins og fólk fari ekki út meðal almennings saman nema það sé nánast byrjað saman.“

Vigdís bjó um tíma í Berlín og finnur mun á deitmenningunni þar og hér. Hún segir að þar tíðkast frekar að fólk kynnist á Tinder og hittist síðan í drykk eða fari út að borða, en bendir á að sú borg sé töluvert stærri en Reykjavík og því auðveldara að fara eitthvert sem enginn þekkir þig.

Íslendingar geta verið vandræðalegir

Aðspurð af hverju fólk ætti ekki að vilja sjást saman á stefnumóti segist Vigdís ekki vera viss.

„Þetta er bara eitthvað svo vandræðalegt með Íslendinga, við erum svo vandræðaleg þegar kemur að svona. Allir búnir að sofa hjá öllum, svo miklar tengingar kannski. Svo kannski er það skrýtnasta að ef maður er á Tinder og fer á Instagram hjá manneskjunni sem þú ert að spjalla við, og þá eru allir vinir þínir sem eru á lausu líka að fylgja manneskjunni. Þá voru þau líka búin að „matcha.“ Ég og tvær vinkonur mínar sem erum á lausu erum alltaf að lenda í því að sömu gaurarnir séu að reyna við okkur,“ segir hún og bætir við hlæjandi: „Þeir eru ekki einu sinni gaurar sem við erum það mikið til í.“

Ekki bara ríða fyrst og spyrja spurninga seinna

Vigdís finnst við ættum að taka Berlínarbúa meira til fyrirmyndar og fara meira á stefnumót og kynnast betur áður en farið er út í nánari kynni. „Ekki bara ríða fyrst og spyrja spurninga seinna,“ segir hún.

„Ég var mikið á lausu snemma á þrítugsaldri, ég átti kærasta og svo var ég á lausu, átti kærasta og svo var ég á lausu. Þá upplifði ég alls konar bull, ég er bara búin að læra af mistökunum sem ég hef gert í gegnum árin. Núna er ég 28 ára og er kannski ekki að fara á fimm stefnumót á einum mánuði eins og ég gerði áður. En ég hef líka ekki mikla valkosti, finnst einhvern veginn allir búa í Grindavík eða Mosfellsbæ. Ég bara bý heima hjá mömmu minni, get ekki einu sinni boðið heim til mín. Mér líður eins og ég sé frekar týnd um hvað ég á að gera og Covid spilar þar líka inn í.“

Ekki eyða tímanum

Er eitthvað sem íslenskir karlmenn mega gera betur?

„Þeir mættu vera duglegri að bjóða stelpum út, ef það er áhugi. Ég þoli ekki að gaurar sem ég þekki ekki séu að senda mér skilaboð og bjóða mér á stefnumót. Mötchum fyrst á Tinder eða eitthvað, ég vil ekki að ókunnugir karlmenn séu að bjóða mér á stefnumót. Það er ekki það sem ég er að segja. En ef það er áhugi til staðar og fólk er að tala saman, af hverju að bjóða ekki út á stefnumót. Stop wasting my time.“

Vigdís hvetur menn til að vera herramenn og bjóða á stefnumót, það sé alls ekki málið þegar menn senda skilaboð: „Djöfull er ég til í þig.“ frekar en að vera kurteisir, ræða saman og, ef áhugi er til staðar, bjóða á deit.

„Það var margt sem mér fannst fyndið fyrir nokkrum árum og var ekki mikið að pæla í, en í dag er ég bara „don‘t even.“ Þetta er ekki leiðin til þess að kveikja áhuga hjá mér, að segja: „I wanna have that ass“, ég veit ég er með flottan rass, láttu mig vera,“ segir hún og hlær.

Vigdís segir íslenskir karlmenn hafi þann kost fram yfir mennina í Berlín að þeir séu jarðtengdari. „Þegar þeir eru að deita þig þá eru þeir bara að deita þig, nema auðvitað að þeir séu polyamorous,“ segir hún.

Ráð til karlmanna

Hvað er drauma fyrsta stefnumótið þitt?

„Ég myndi segja að hittast í drykk. Auðvitað ef þetta væri „estragavant“ milljónamæringur myndi ég vilja fara með einkaflugvél til Ítalíu eða eitthvað, en höldum þessu innan venjulega fantasíu heimsins. Drykkir með góðri tónlist, kannski sushi, einhver næs léttur matur,“ segir hún.

Hvaða ráð ertu með til karlmanna á Tinder, hvað eiga þeir að gera þegar þeir eru að stofna prófíl?

„Myndirnar segja svo ótrúlega mikið. Þú getur verið með þrjár flottar myndir og eina ljóta og ég er ekki að fara að svæpa til hægri. Þú verður að passa að myndirnar séu flottar, að þetta séu góð gæði og það sjáist vel í þig. Ekki reyna að vera of fyndinn í textanum, vertu bara með eitthvað eðlilegt. Ekki vera með einhverja brandara, ég bilast. Kannski virkar það á sumar stelpur en ekki mig.“

Hvað þarf að varast?

Aðspurð hvort það sé einhver rauð, eða ljósbleik, flögg sem konur ættu að vera vakandi fyrir þegar þær fara á stefnumót segir Vigdís:

„Ef hann er að spyrja þig ógeðslega mikið af spurningum en er ekki að segja neitt frá sjálfum sér. Ef hann er ekki nógu öruggur að tala um sig, um hvað hann er að gera og hvernig hann er, heldur er hann bara að yfirheyra þig. Það er ógeðslega mikið „red flag“ fyrir mig, er hann að kynnast mér eða eitthvað annað. Mér finnst það smá krípí eða stalkerí. Eins og hann eigi ekkert líf.“

Vigdís fór yfir fleiri rauð flögg í þætti tvö og sjö af hlaðvarpsþættinum hennar, Kallaðu mig Howser. Það er hægt að hlusta á þættina á Spotify.

Hún var á dögunum gestur í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra og ræðir meðal annars um „hook up“ menninguna hér á landi ásamt öðru skemmtilegu. Þáttinn má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu