fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

„Hætt að vera í felum“ og deilir fyrstu myndunum af líkama sínum eftir martraðarkennda fegrunaraðgerð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 13:33

Fjölmiðlar vestanhafs birtu myndir af fyrirsætunni árið 2017 og sögðu hana óþekkjanlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Evangelista, 56 ára, var ein frægasta og eftirsóttasta ofurfyrirsæta tíunda áratugsins. Hún kom fram í ótal herferðum, gekk niður tískupalla fyrir stærstu merki heims, var á forsíðum Vogue og svo má ekki gleyma fræga George Michael tónlistarmyndbandinu sem hún lék í ásamt Naomi Campbell, Cindy Crawford og Christy Turlington.

En á meðan starfssystur hennar hafa haldið áfram að vinna í iðnaðinum hefur Linda látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár. Hún greindi frá ástæðu þess í tilfinningaþrungnum pistli á Instagram í september í fyrra.

Linda var vinsæl fyrirsæta á tíunda áratug síðustu aldar.

Hún sagði að vinsæl fegrunaraðgerð hefði afmyndað hana í framan fyrir rúmlega fimm árum síðan en hún ætlar sér að lögsækja fyrirtækið sem ber ábyrgð á aðgerðinni. Um er að ræða algenga og vinsæla fituminnkandi fegrunaraðgerð sem kallast CoolSculpting.

Hún sagði að aðgerðin hefði skilið hana eftir afmyndaða til frambúðar, eyðilagða á líkama og sál. Þetta hafi orðið til þess að hún er eins konar einsetukona í dag.

Nú ætlar Linda að vera ekki lengur í felum og birtir tímaritið People fyrstu myndirnar af líkama hennar eftir aðgerðina.

„Ég er hætt að fela mig,“ segir hún í forsíðuviðtali People.

Hún opnar sig um tilfinningalega og líkamlega sársaukann sem hún hefur þurft að upplifa undanfarin ár og líkir þeim við martröð.

„Ég elskaði að ganga niður tískupallana, en nú hryllir mér við því að rekast á einhvern sem ég þekki,“ segir hún tárvot í framan samkvæmt People.

„Ég get ekki lifað svona lengur, í felum og skömm. Ég bara get ekki lifað með þessum sársauka lengur og er loksins tilbúin að tala.“

Viðtalið og myndirnar má sjá hér.

Krefst sex milljarða króna í skaðabætur

Eins og fyrr segir opnaði fyrrverandi ofurfyrirsætan sig um þetta fyrst í fyrra. Hún hélt því fram að í stað þess að minnka fitu hafi aðgerðin fjölgað fitufrumum og „skilið mig eftir afmyndaða til frambúðar, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum tvær sársaukafullar leiðréttingaraðgerðir sem virkuðu ekki. Eins og fjölmiðlar hafa sagt þá er ég „óþekkjanleg.“

„Ég hef þróað með mér Paradoxical Adipose Hyperplasia eða PAH. Áhætta sem ég var ekki látin vita af fyrir aðgerðina,“ sagði hún.

Hún sagði PAH ekki aðeins hafa rústað lífsviðurværi hennar heldur valdið þunglyndi og því að hún elur nú á miklu sjálfshatri.

Linda hefur kært Zeltiq Aesthetics Inc og krefst rúmlega sex milljarða króna í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað
Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum