Breska glamúrfyrirsætan og athafnakonan Katie Price er byrjuð á OnlyFans.
Það eru stórfréttir fyrir aðdáendur stjörnunnar sem kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1996 og sló í gegn sem glysgella breska æsifréttablaðsins The Sun. Hún hefur komið fram í ótal raunveruleikaþáttum eins og Celebrity Big Brother, Katie & Peter og Katie Price‘s Pony Club. Katie bættist nýlega í hóp þeirra sem selja myndefni og annars konar efni á OnlyFans.
„Ég er svo spennt að fá að kynnast tryggustu aðdáendum mínum á OnlyFans. Ég ætla að birta þar efni sem verður hvergi annars staðar. Ég ætla að opna mig upp á gátt og deila alls konar leyndarmálum, og skemmta mér konunglega í leiðinni,“ sagði Katie þegar hún tilkynnti komu sína á síðuna.
Hún sagði að það myndu vera „glamúrmyndir“ af henni á OnlyFans en einnig mun síðan vera staður þar sem „ég get talað um það sem er raunverulega í gangi í lífi mínu, og get deilt ákveðnum myndum og öðru úr myndatökum.“
Katie Price sagði að markmið hennar væri að græða rúmlega 172 milljónir króna í gegnum OnlyFans, eða milljón bresk pund, til að borga niður skuldir, en fyrirsætan lýsti yfir gjaldþroti í desember 2019 og skuldar þrjár milljónir punda, eða rúmlega 518 milljónir króna.
Sjónvarpsstjarnan klæddist nunnubúning til að kynna nýja starf sitt. Hún sagði að það sem henni finnst frábært við OnlyFans er að vera sjálf við stjórnvöllinn.
„Fólk hefur reynt að stjórna mér svo lengi og ég held að það sé vandamálið, því fólk sér mig sem tekjulind, en nú er ég við stjórnvöllinn og mín leið er eina leiðin,“ sagði hún. Katie sagðist jafnframt vera femínisti og þetta væri hennar leið til að valdefla sig og aðrar konur.
„Þetta er eitthvað sem ég var fædd til að gera. Engin karlatímarit lengur,“ sagði hún.
Katie, sem nú er 43 ára, hefur verið óhrædd við að leggjast undir hnífinn og fer reglulega í ýmsar fegrunaraðgerðir. Hún viðurkenndi í fyrra að hún hefði gengið of langt og sagðist líta út eins og „skrímsli“.
Sjá einnig: Segist líta út eins og „skrímsli“ eftir nýjustu aðgerðirnar – „Hvað í fjandanum hef ég gert?“
Katie á fimm börn sem hafa áður átt erfitt með útlitsbreytingar móður sinnar. Í ágúst 2019 var greint frá því að börn hennar grétu þegar þau sáu móður sína eftir fegrunaraðgerð.