Í gær var starfsmanni hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagt upp fyrir að taka upp klámmyndband í sjúkrabifreið í eigu SHS. DV greindi fyrst frá málinu á þriðjudaginn en á þeim tíma sagði upplýsingafulltrúi SHS, Ásdís Gíslason, að málið hafi verið skoðað innanhúss og ekkert benti til þess að bifreiðin væri frá byggðarsamlaginu.
Í kjölfar fréttarinnar bárust hins vegar fleiri ábendingar og í ljós kom að sjúkrabíllinn var sannarlega í eigu og rekstri SHS og starfsmaður á þeirra vegum. Strax var greint frá því að málið væri litið alvarlegum og hefur nú starfsmaðurinn verið látinn fara.
Hér er allt sem við vitum um málið.
Slökkviliðsmaðurinn er með fjögurra ára starfsreynslu hjá SHS sem slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður.
Sú sem sem tók upp myndbandið og deildi því er ein af minna þekktu OnlyFans-stjörnum landsins. Hún hefur aldrei komið fram í viðtali til að ræða um starf sitt og auglýsir ekki erótískt myndefnið sitt undir nafni.
Rétt er að geta þess að DV hefur ekki myndbandið undir höndum heldur aðeins ofangreind skjáskot og frásögn þess sem upplýsti um málið og fullyrti að starfsmaður SHS væri þar í aðalhlutverki. Viðkomandi segist hafa tekið eftir því að myndbandið var auglýst til sölu á Snapchat og lýsti söguþræðinum stuttlega með þessum hætti.
„Stelpan birti til sölu myndband sem var tekið í sjúkrabíl. Málið er að hún fór eina nótt og hitti þar mann á vaktinni. Þau byrjuðu að taka upp klámmyndband, nema hann þurfti víst að fara í útkall og bað hana um að fara nema hún fór ekki og hélt áfram að taka upp myndband, ein og yfirgefin í aðstöðunni,“ sagði hann og bætti við:
„Hún kvartaði yfir því að þetta heimska fólk sem þarf sjúkrabíl á að halda þegar hún er að fá sér… þú veist.“
Eins og áður segir var myndbandið tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð. Í gær sendu SHS frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem meðal annars kom fram:
„Í kjölfar nánari rannsókna kom því miður í ljós að starfsmaður hjá SHS bar ábyrgð á þessu myndskeiði. Málinu er formlega lokið gagnvart honum og starfar hann ekki lengur hjá SHS. Við erum algjörlega miður okkar að allt það frábæra starfsfólk sem starfar hjá SHS, vinnustaðurinn og okkar störf hafi verið dreginn inn í mál af þessu tagi.“